Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 41
41
takmörkunum og möskva-
stærðarákvörðunum, fjöl-
stofna samspili, svæðalok-
unum (til langs eða stutts
tíma) og tímasetningu veiði-
tíma og lengd vertíðar. Allt
eru þetta nauðsynlegir þættir
og í anda vistkerfisnálgunar
við stjórn fiskveiða, sem hafa
reyndar verið hluti fiskveiði-
stjórnunar á Íslandi um langt
árabil.
Útvíkkuð aðferðafræði
við rannsókn og ráðgjöf
- fyrstu skrefin
Ekki verður sagt annað en að
rannsóknir, ráðgjöf og stjórn
fiskveiðanna hér á landi hafi
fyrst og fremst tekið mið af
ástandi og veiðiþoli einstakra
fiskistofna. En færa má fyrir
því rök að stærstur hluti rann-
sókna Hafrannsóknastofn-
unarinnar tengist með einum
eða öðrum hætti athugunum
sem snerta vistkerfisnálg-
unina, svo sem vöktunarleið-
angrar ýmiss konar sem bein-
ast ekki aðeins að tilteknum
fiskitegundum, heldur gjarnan
að öðrum þáttum lífríkisins,
straumakerfi, seltu, hitastigi
sjávar og öðrum umhverf-
isþáttum. Það er líka svo, eins
og fyrr er sagt, að fiskveiði-
stjórnunin hér á landi hefur í
mörgu verið í anda vistkerf-
isnálgunar, svo sem almenn
markmið um sjálfbærni nýt-
ingar, svæðalokanir til vernd-
unar á fiskungviði og vernd-
un hrygningarsvæða, fjöl-
stofnasamspil þar sem nýting-
arstig þorsks, loðnu og rækju
hefur verið ákvarðað m.t.t.
víxlverkandi áhrifa þessara
stofna. Aflaregla fyrir þorsk-
veiðar er einnig mjög í þess-
um sama anda.
En þrátt fyrir að mikilvægt
sé að rannsaka og skilgreina
viðmið heildstæðrar fiskveiði-
stjórnunar er nú þegar unnt
að hefjast handa með ein-
faldri nálgun. Skref í þá átt
gæti verið að vísindamenn
sem vinna við ráðgjöf og
rannsóknir á einstökum fiski-
stofnum, kortleggi og meti
kerfisbundið þætti sem ætla
má að séu nauðsynlegir í vist-
kerfisnálguninni. Mikilvægt er
til að stjórnvöld tileinki sér
hina nýju hugsun í orði og á
borði, að vísindamenn taki
upp ný vinnubrögð í dagleg-
um störfum og undirbyggi
þannig aðgerðir stjórnvalda
og atvinnuvegarins í framtíð-
inni.
Hér verður stuttlega gerð
grein fyrir hugmyndum sem
mótast hafa undanfarin miss-
eri á Hafrannsóknastofn-
uninni um það hvernig hægt
er að hefjast strax handa og
víkka út aðferðafræðina við
rannsóknir og ráðgjöf. Með
þessum nýju vinnubrögðum
við úttekt á einstökum fiski-
stofnum er markmiðið að
kortleggja upplýsingar í rann-
sókna- og stjórnunarskyni.
Þannig er ætlunin að meta
aðferðir og forsendur fiski-
stofnaúttekta, meta áhrif
veiða, svo sem á brottkast
fisks, á umhverfi fiskistofn-
anna og á afmarkaða vistkerf-
isþætti. Jafnframt verða metin
fjölstofnaáhrif og samspil teg-
undanna, áhrif umhverf-
isbreytinga á einstaka fiski-
stofna og hvort breyttar for-
sendur séu í veiðum sem taka
þarf tillit til.
Gæði stofnúttekta
Fyrsta atriðið varðar stofnút-
tektir, gæði þeirra gagna sem
fyrir liggja og hvaða aðferðir
er unnt að nota í ljósi
gagnanna. Það er mikilvægt
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Í sjálfu sér er vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða
langt í frá ný hugsun eða byltingarkennd aðferða-
fræði. Miklu frekar má segja að hér sé um að ræða
það að setja fiskveiðistjórnun undanfarinna ára í
víðara samhengi, heildstæðara kerfi, þar sem rík-
ara tillit er tekið til samverkandi þátta og vistkerf-
isins í heild en hingað til hefur verið gert.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.