Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 34
34
„Það er óhætt að segja að
mikið sé að gerast hjá okkur.
Safnið er í mikilli mótun,“
segir Sigrún Magnúsdóttir,
forstöðumaður Víkinnar Sjó-
minjasafns í Reykjavík.
Á efri hæð safnsins eru
sýningar – t.d. togarasýningin
„Togarar í hundrað ár“ og „Úr
ranni forfeðranna“, sem er
sýning á munasafni hjónanna
Hinriks Bjarnasonar og Kol-
finnu Bjarnadóttur. Þetta safn,
sem þau hjónin hafa komið
sér upp í áratugi, gáfu þau
Sjóminjasafninu. Þá geta safn-
gestir notið málverkasýningar
Bjarna Jónssonar – „Á Fryðru-
velli“, sem varpar ljósi á forn
vinnubrögð og útræði.
„Í vetur hefur verið unnið
að því hér á neðri hæð safn-
sins að smíða landhelgisbát-
inn Ingjald fyrir safnið á
Hnjóti. Smíði bátsins er liður í
strandmenningarverkefni
nokkurra strandríkja á norð-
urhveli jarðar, Northern Coas-
tal Experience – NORCE,“ seg-
ir Sigrún.
Víkin taki að sér umsjón með
Óðni
Ötullega hefur verið unnið að
því að Víkin-Sjóminjasafn taki
að sér umsjón með varðskip-
inu Óðni og eru góðar líkur á
því að það geti orðið strax
núna á vordögum.
Upphaf málsins er það að
fyrir nokkrum misserum
hrundu starfsmenn Landhelg-
isgæslunnar af stað undir-
skrifta söfnun þar sem þess
var farið á leit við dómsmála-
ráðherra og Alþingi að varð-
skipið Óðinn yrði varðveitt í
núverandi ástandi og fært
Sjóminjasafninu í Reykjavík til
varðveislu. Í haus undirskrift a-
listans segir m.a. að V/s Óð-
inn eigi sér stórmerka sögu
og hafi varðveist að megninu
til óbreyttur. Vélbúnaður
skipsins og íbúðir séu upp-
runalegar og sögulegt gildi
þess því gríðarlegt. „Varðskip-
ið Þór var eyðilagt og ætti að
hljóta hina votu gröf og þjóna
sem æfingaraðstaða fyrir kaf-
ara. Látum ekki það sama
henda varðskipið Óðinn, skip
sem smíðað var fyrir Ísland,
barðist fyrir Ísland og bjargaði
fjölda manna á sérlega giftu-
sömum ferli,“ sagði í haus
undirskriftalistans, sem fjöldi
manna skrifuðu sig á.
Hollvinasamtök Óðins
Næsta skref var stofnun Holl-
vinasamtaka Óðins 26. októ-
ber í fyrra og fór stofnfund-
urinn fram einmitt í Víkinni-
Sjóminjasafninu í Reykjavík.
„Björgum Óðni, sögunnar
vegna“ eru einkunnarorð sam-
takanna, sem stofnuð voru að
frumkvæði Sjómannadagsráðs
eftir tillögu Guðmundar Hall-
varðssonar, þingmanns og
formanns ráðsins. Markmið
samtakanna er að gera varð-
skipið Óðinn að sögusafni
þorskastríðsáranna og björg-
unarsögu íslenskra varðskipa
og að skipið verði fært Sjóm-
injasafninu og því komið fyrir
í höfninni framan við safnið.
Í stjórn Hollvinasamtak-
anna eru átta menn, sem
koma frá Farmanna- og fiski-
mannasambandi Íslands, Fé-
lagi vélstjóra og málmtækni-
manna, Fjöltækniskóla Ís-
lands, Öldungaráði Landhelg-
isgæslunnar, Sjómannadags-
ráði Reykjavíkur, Sjómanna-
sambandi Íslands, Slysavarna-
félaginu Landsbjörgu og Vík-
inni-Sjóminjasafninu í Reykja-
vík.
Merk saga
Ekki þarf að hafa um það
mörg orð að Varðskipið Óð-
inn á sér afar merka sögu.
Skipið er eina skip Landhelg-
isgæslunnar í dag sem tók
þátt í öllum þremur þorska-
stríðunum á 20. öld þegar
fiskveiðilögsagan var færð út
í 12 mílur, 50 mílur og síðast
200 mílur. Skipið er að stærst-
um hluta óbreytt frá því það
var smíðað árið 1959 og er
talið að aðalvélar skipsins séu
einu Burgmeister&Wain
skipavélarnar í heiminum sem
enn eru gangfærar.
Markmið Hollvinasamtak-
anna, eins og þau voru sam-
þykkt á stofnfundinum, eru:
1. Að varðveita varðskipið
Óðinn, aðra muni og minjar
sem tengjast sögu þorska-
stríðsáranna milli Íslendinga
og Breta.
2. Að ná til sem flestra
muna, mynda og annarra
minja er stuðla að sem mest-
um fróðleik og staðreyndum,
sögu og sagna þorskastríðs-
áranna.
3. Að varðveita sögu Óð-
ins sem varðskips við lög-
gæslu, björgun sæfarenda og
skipa við Ísland.
4. Að vinna að því að fast
fjárframlag fáist á ári hverju til
reksturs og viðhalds skips,
muna og minja.
5. Að Víkin-Sjóminjasafnið
í Reykjavík, yfirtaki Óðinn,
muni og minjar þorskastríðs-
áranna og tengi við starfsemi
sína.
Trevor Larsen, borgarstjóri
í Hull á Englandi, hefur lagt á
það áherslu að vegna hinnar
ríku sögu Óðins sé ástæða til
þess að varðveita skipið.
S A G A N
Ötullega hefur verið unnið að uppbyggingu Víkinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík:
Útvegssagan í
hjarta borgarinnar
Á stuttum tíma hefur tekist að byggja upp afar skemmtilegt sjóminjasafn í hjarta Reykjavíkur og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu safnsins vitna um stórhug.