Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 34

Ægir - 01.03.2007, Síða 34
34 „Það er óhætt að segja að mikið sé að gerast hjá okkur. Safnið er í mikilli mótun,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður Víkinnar Sjó- minjasafns í Reykjavík. Á efri hæð safnsins eru sýningar – t.d. togarasýningin „Togarar í hundrað ár“ og „Úr ranni forfeðranna“, sem er sýning á munasafni hjónanna Hinriks Bjarnasonar og Kol- finnu Bjarnadóttur. Þetta safn, sem þau hjónin hafa komið sér upp í áratugi, gáfu þau Sjóminjasafninu. Þá geta safn- gestir notið málverkasýningar Bjarna Jónssonar – „Á Fryðru- velli“, sem varpar ljósi á forn vinnubrögð og útræði. „Í vetur hefur verið unnið að því hér á neðri hæð safn- sins að smíða landhelgisbát- inn Ingjald fyrir safnið á Hnjóti. Smíði bátsins er liður í strandmenningarverkefni nokkurra strandríkja á norð- urhveli jarðar, Northern Coas- tal Experience – NORCE,“ seg- ir Sigrún. Víkin taki að sér umsjón með Óðni Ötullega hefur verið unnið að því að Víkin-Sjóminjasafn taki að sér umsjón með varðskip- inu Óðni og eru góðar líkur á því að það geti orðið strax núna á vordögum. Upphaf málsins er það að fyrir nokkrum misserum hrundu starfsmenn Landhelg- isgæslunnar af stað undir- skrifta söfnun þar sem þess var farið á leit við dómsmála- ráðherra og Alþingi að varð- skipið Óðinn yrði varðveitt í núverandi ástandi og fært Sjóminjasafninu í Reykjavík til varðveislu. Í haus undirskrift a- listans segir m.a. að V/s Óð- inn eigi sér stórmerka sögu og hafi varðveist að megninu til óbreyttur. Vélbúnaður skipsins og íbúðir séu upp- runalegar og sögulegt gildi þess því gríðarlegt. „Varðskip- ið Þór var eyðilagt og ætti að hljóta hina votu gröf og þjóna sem æfingaraðstaða fyrir kaf- ara. Látum ekki það sama henda varðskipið Óðinn, skip sem smíðað var fyrir Ísland, barðist fyrir Ísland og bjargaði fjölda manna á sérlega giftu- sömum ferli,“ sagði í haus undirskriftalistans, sem fjöldi manna skrifuðu sig á. Hollvinasamtök Óðins Næsta skref var stofnun Holl- vinasamtaka Óðins 26. októ- ber í fyrra og fór stofnfund- urinn fram einmitt í Víkinni- Sjóminjasafninu í Reykjavík. „Björgum Óðni, sögunnar vegna“ eru einkunnarorð sam- takanna, sem stofnuð voru að frumkvæði Sjómannadagsráðs eftir tillögu Guðmundar Hall- varðssonar, þingmanns og formanns ráðsins. Markmið samtakanna er að gera varð- skipið Óðinn að sögusafni þorskastríðsáranna og björg- unarsögu íslenskra varðskipa og að skipið verði fært Sjóm- injasafninu og því komið fyrir í höfninni framan við safnið. Í stjórn Hollvinasamtak- anna eru átta menn, sem koma frá Farmanna- og fiski- mannasambandi Íslands, Fé- lagi vélstjóra og málmtækni- manna, Fjöltækniskóla Ís- lands, Öldungaráði Landhelg- isgæslunnar, Sjómannadags- ráði Reykjavíkur, Sjómanna- sambandi Íslands, Slysavarna- félaginu Landsbjörgu og Vík- inni-Sjóminjasafninu í Reykja- vík. Merk saga Ekki þarf að hafa um það mörg orð að Varðskipið Óð- inn á sér afar merka sögu. Skipið er eina skip Landhelg- isgæslunnar í dag sem tók þátt í öllum þremur þorska- stríðunum á 20. öld þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 12 mílur, 50 mílur og síðast 200 mílur. Skipið er að stærst- um hluta óbreytt frá því það var smíðað árið 1959 og er talið að aðalvélar skipsins séu einu Burgmeister&Wain skipavélarnar í heiminum sem enn eru gangfærar. Markmið Hollvinasamtak- anna, eins og þau voru sam- þykkt á stofnfundinum, eru: 1. Að varðveita varðskipið Óðinn, aðra muni og minjar sem tengjast sögu þorska- stríðsáranna milli Íslendinga og Breta. 2. Að ná til sem flestra muna, mynda og annarra minja er stuðla að sem mest- um fróðleik og staðreyndum, sögu og sagna þorskastríðs- áranna. 3. Að varðveita sögu Óð- ins sem varðskips við lög- gæslu, björgun sæfarenda og skipa við Ísland. 4. Að vinna að því að fast fjárframlag fáist á ári hverju til reksturs og viðhalds skips, muna og minja. 5. Að Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík, yfirtaki Óðinn, muni og minjar þorskastríðs- áranna og tengi við starfsemi sína. Trevor Larsen, borgarstjóri í Hull á Englandi, hefur lagt á það áherslu að vegna hinnar ríku sögu Óðins sé ástæða til þess að varðveita skipið. S A G A N Ötullega hefur verið unnið að uppbyggingu Víkinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík: Útvegssagan í hjarta borgarinnar Á stuttum tíma hefur tekist að byggja upp afar skemmtilegt sjóminjasafn í hjarta Reykjavíkur og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu safnsins vitna um stórhug.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.