Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 58
58
Í um eitt ár hefur fyrirtækið
Sérefni ehf. annast þjónustu,
ráðgjöf og sölu á International
skipa-, iðnaðar-, smábáta- og
eldvarnarmálningu, en nú hef-
ur fyrirtækið útvíkkað starf-
semi sína með kaupum á Nor-
dsjö-málningardeildinni af
Álfaborg, sem hefur undanfar-
in sex ár selt vörur frá Nord-
sjö.
International og Nordsjö
málningarframleiðslufyrirtæk-
in eru í eigu sama aðila, Akzo
Nobel, og samanlagt er þetta
langstærsti málningarframleið-
andi heims. Nordsjö málning-
arvörurnar, sem eru sænskar
og hafa verið á markaði hér á
landi í 46 ár, eru fyrir málun
á húsum, bæði úti og inni.
Nordsjö hefur sérhæft sig í
lausnum fyrir fagmenn, en
henta ekki síður almenningi.
International er hins vegar
með allar lausnir fyrir málara
og almenning í tæringarvörn-
um á stál, þök og litaðar
klæðningar, Nordsjö býður
upp á fjölbreytt úrval máln-
ingar fyrir málun á húsum, úti
sem inni sem og fisk- og mat-
vælavinnslur.
Verslun að Lágmúla 7
Ómar Gunnarsson, efnaverk-
fræðingur, stofnaði Sérefni í
apríl í fyrra og hefur síðan
fyrst og fremst einbeitt sér að
sölu og þjónustu á Int-
ernational skipa- og iðnaðar-
málningu, bæði hér heima og
erlendis. Í janúar sl. keypti
Sérefni síðan Nordsjö-máln-
ingardeildina, sem fyrr segir,
og nú hefur Sérefni opnað
verslun fyrir fagmenn og al-
menning að Lágmúla 7 í
Reykjavík þar sem bæði Int-
ernational og Nordsjö máln-
ingin er til sölu, auk þess sem
boðið er upp á ráðgjöf og
heildarlausnir.
Mörg verkefni í gangi
Ómar segir að mikið hafi ver-
ið að gera í sölu á Int-
ernational málningunni á síð-
ustu misserum. Nýjasta ný-
smíðin sem máluð var með
International er Vestmannaey,
sem nýverið kom til Eyja frá
Póllandi, og einnig verða
systurskipin, Vörður, Dala
Rafn og Bergey, máluð með
International málningu. Þá
nefnir Ómar að tvö ný skip
Ramma hf. verði máluð með
International og sömuleiðis
skip fyrir hérlendar útgerðir
sem eru í smíðum á Taiwan.
„Við erum líka mjög sterkir í
smábátageiranum. Meðal ann-
ars höfum við átt samstarf við
Seiglu um notkun á sérstöku
teflon-botnmálningarkerfi,
sem hefur verið að gefa mjög
góða raun. Þetta kerfi hefur
skilað sér í meiri sigling-
arhraða á bátunum og minni
eldsneytiseyðslu,“ segir Óm-
ar.
Ómar segir að vissulega sé
mikil samkeppni á húsamáln-
ingarmarkaðnum, en hann
segist óhræddur við að takast
á við hana. „Okkar þekking
mun nýtast vel í að færa okk-
ur inn á húsamálningarmark-
aðinn til viðbótar við þann
markað sem höfum og mun-
um áfram þjóna með Int-
ernational málningarvörurn-
ar,“ segir Ómar Gunnasson,
en þrír starfsmenn starfa hjá
Sérefni – efnaverkfræðingur
með fimmtán ára reynslu af
málningarmarkaðnum, þjón-
ustuaðili með þrjátíu ára
starfsreynslu af sölu Nordsjö
málningar og fagmenntaður
málari.
M Á L N I N G
Sérefni ehf. keypti Nordsjö málningardeildina af Álfaborg í janúar sl.:
Býður nú upp á vörur frá
International og Nordsjö
Ómar Gunnarsson og Guðmundur Már Ragnarsson fyrir utan verslun Sérefnis að Lágmúla 7 í Reykjavík . Mynd: Sverrir Jónasson.