Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 68
68
Í sumar mun Reiknistofa fisk-
markaða taka í notkun nýtt
uppboðskerfi fyrir gámafisk,
sem að mati Tryggva Leifs Ótt-
arssonar, framkvæmdastjóra
Fiskmarkaðar Íslands, er afar
stórt hagsmunamál fyrir hér-
lenda fiskmarkaði. Hann telur
að nýja kerfið, sem lengi hefur
verið í undirbúningi, stuðli að
því að minna magn af gáma-
fiski fari úr landi, fiskkaup-
endum hér á landi og erlendis
gefist kostur á að bjóða í
þennan fisk, sem mögulega
komi til með að þýða að
gámaútflytjendur selji fiskinn
í auknum mæli hér á heima-
markaði og jafnframt dragi úr
útflutningi á óunnum fiski í
gámum.
Þetta uppboðskerfi er
hannað af belgísku hugbún-
aðarfyrirtæki sem hefur sér-
hæft sig í að hanna uppboðs-
kerfi, hvort sem er fyrir fisk
eða annað. Núverandi upp-
boðskerfi sem íslenskir fisk-
markaðir nota er hannað af
þessu belgíska fyrirtæki.
Fulltrúar íslenskra fisk-
markaða voru úti í Belgíu um
miðjan mars og kynntu sér
kerfið og næstu vikur og
mánuðir fara í að setja það
upp hér á landi og kenna
starfsmönnum markaðanna á
það. Kerfið verður í eigu
Reiknistofu fiskmarkaða og
markaðarnir greiða síðan fyrir
aðgang að því.
Mikil fiskverðshækkun frá
áramótum
Drjúgt mikil hækkun hefur
orðið á fiskverði á fiskmörk-
uðunum frá áramótum. Með-
altalshækkun á öllum fiski
sem Fiskmarkaður Íslands
hefur selt frá 1. janúar sl. er
rösklega fjörutíu af hundraði.
Eftir miklar hækkanir á síð-
asta ári gátu menn vart búist
við enn frekari hækkunum á
fiskverði, en allt annað hefur
verið uppi á teningnum. Þessi
þróun segir einfaldlega það
að það er ríkjandi spurn eftir
fiski á okkar helstu mörk-
uðum í Bretlandi og á meg-
inlandi Evrópu. Einkum hefur
verið mikil ásókn í þorsk,
sem kann að tengjast að
nokkru leyti hruni þorsksins í
Norðursjó. Fyrir vikið hefur
verið enn meiri ásókn í þorsk
af Íslandsmiðum og aukin eft-
irspurn þýðir hækkandi verð.
Tryggvi Leifur segir erfitt að
meta hvort frekari hækkanir
séu í pípunum, en hann
reiknar þó ekki með því. En
hins vegar reiknar hann ekki
með verðlækkunum á fisk-
mörkuðunum í ár, miklu lík-
legra sé að ekki verði stórar
breytingar á fiskverði á mörk-
uðunum út þetta ár frá því
sem nú er, ef ekki er tekið til-
lit til gengisbreytinga.
Fyrstu tvo mánuði ársins
seldi Fiskmarkaður Íslands í
gegnum sitt uppboðskerfi
meira magn en á sama tíma í
fyrra. Í ár nam salan 10.097
tonnum, en í fyrra var hún
9.870 tonn fyrstu tvo mán-
uðina. Verðmætaaukningin í
ár er hlutfallslega mun meiri.
Slægður þorskur hefur ver-
ið í ca. 260 krónum á kílóið,
óslægður í 212 krónum.
Slægð ýsa hefur verið í rösk-
lega 160 krónum á kílóið og
óslægð í um 150 krónum.
Vigtunarreglugerð enn frestað
Ný vigtunarreglugerð hefur
lengi verið í vinnslu í sjáv-
arútvegsráðuneytinu, en að-
ilar að henni eru bæði hags-
munaaðilar í sjávarútvegi og
hið opinbera. Reglugerðin átti
að koma sl. haust, en setn-
ingu hennar var frestað til 1.
mars í ár, en nú hefur reglu-
gerðinni enn verið frestað
fram á haust.
F I S K M A R K A Ð I R
Mikið framfaraspor verður stigið síðar á þessu ári hjá
hérlendum fiskmörkuðum:
Nýtt uppboðskerfi
fyrir gámafisk
Tryggvi Leifur Óttarsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðar Íslands.