Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 68

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 68
68 Í sumar mun Reiknistofa fisk- markaða taka í notkun nýtt uppboðskerfi fyrir gámafisk, sem að mati Tryggva Leifs Ótt- arssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Íslands, er afar stórt hagsmunamál fyrir hér- lenda fiskmarkaði. Hann telur að nýja kerfið, sem lengi hefur verið í undirbúningi, stuðli að því að minna magn af gáma- fiski fari úr landi, fiskkaup- endum hér á landi og erlendis gefist kostur á að bjóða í þennan fisk, sem mögulega komi til með að þýða að gámaútflytjendur selji fiskinn í auknum mæli hér á heima- markaði og jafnframt dragi úr útflutningi á óunnum fiski í gámum. Þetta uppboðskerfi er hannað af belgísku hugbún- aðarfyrirtæki sem hefur sér- hæft sig í að hanna uppboðs- kerfi, hvort sem er fyrir fisk eða annað. Núverandi upp- boðskerfi sem íslenskir fisk- markaðir nota er hannað af þessu belgíska fyrirtæki. Fulltrúar íslenskra fisk- markaða voru úti í Belgíu um miðjan mars og kynntu sér kerfið og næstu vikur og mánuðir fara í að setja það upp hér á landi og kenna starfsmönnum markaðanna á það. Kerfið verður í eigu Reiknistofu fiskmarkaða og markaðarnir greiða síðan fyrir aðgang að því. Mikil fiskverðshækkun frá áramótum Drjúgt mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á fiskmörk- uðunum frá áramótum. Með- altalshækkun á öllum fiski sem Fiskmarkaður Íslands hefur selt frá 1. janúar sl. er rösklega fjörutíu af hundraði. Eftir miklar hækkanir á síð- asta ári gátu menn vart búist við enn frekari hækkunum á fiskverði, en allt annað hefur verið uppi á teningnum. Þessi þróun segir einfaldlega það að það er ríkjandi spurn eftir fiski á okkar helstu mörk- uðum í Bretlandi og á meg- inlandi Evrópu. Einkum hefur verið mikil ásókn í þorsk, sem kann að tengjast að nokkru leyti hruni þorsksins í Norðursjó. Fyrir vikið hefur verið enn meiri ásókn í þorsk af Íslandsmiðum og aukin eft- irspurn þýðir hækkandi verð. Tryggvi Leifur segir erfitt að meta hvort frekari hækkanir séu í pípunum, en hann reiknar þó ekki með því. En hins vegar reiknar hann ekki með verðlækkunum á fisk- mörkuðunum í ár, miklu lík- legra sé að ekki verði stórar breytingar á fiskverði á mörk- uðunum út þetta ár frá því sem nú er, ef ekki er tekið til- lit til gengisbreytinga. Fyrstu tvo mánuði ársins seldi Fiskmarkaður Íslands í gegnum sitt uppboðskerfi meira magn en á sama tíma í fyrra. Í ár nam salan 10.097 tonnum, en í fyrra var hún 9.870 tonn fyrstu tvo mán- uðina. Verðmætaaukningin í ár er hlutfallslega mun meiri. Slægður þorskur hefur ver- ið í ca. 260 krónum á kílóið, óslægður í 212 krónum. Slægð ýsa hefur verið í rösk- lega 160 krónum á kílóið og óslægð í um 150 krónum. Vigtunarreglugerð enn frestað Ný vigtunarreglugerð hefur lengi verið í vinnslu í sjáv- arútvegsráðuneytinu, en að- ilar að henni eru bæði hags- munaaðilar í sjávarútvegi og hið opinbera. Reglugerðin átti að koma sl. haust, en setn- ingu hennar var frestað til 1. mars í ár, en nú hefur reglu- gerðinni enn verið frestað fram á haust. F I S K M A R K A Ð I R Mikið framfaraspor verður stigið síðar á þessu ári hjá hérlendum fiskmörkuðum: Nýtt uppboðskerfi fyrir gámafisk Tryggvi Leifur Óttarsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.