Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 92
92
Allar götur frá stofnun Land-
véla ehf. árið 1967 hefur fyr-
irtækið verið mikilvægt þjón-
ustufyrirtæki fyrir sjávarútveg-
inn, þó svo að segja megi að
hlutur sjávarútvegsins í rekstri
fyrirtækisins hafi hlutafalls-
lega farið minnkandi á síðustu
árum.
Fyrst og fremst hafa Land-
vélar verið þekktar fyrir sölu
og viðhald allra gerða glussa-
dæla og mótora. Seldir eru
íhlutir fyrir vökva- og loftkerfi
af öllum gerðum, allt frá
lagnakerfi yfir í stórar dælur
og mótora. Þá eru Landvélar
með á boðstólum slöngur,
fittings, rafmótora og margt
fleira.
Breiðari vörulína frá SKF
„Það nýjasta hjá okkur eru
vörur frá SKF, sem eru hvað
þekktastir fyrir legur og slíkar
vörur. SKF hefur nú bætt drif-
búnaði ýmiskonar við sína
vöruflóru – reimum, reimhjól-
um, tannhjólum, keðjum, ás-
tengi o.fl. Við höfum áður
verið með legur frá SKF, en
bætum nú sem sagt við drif-
búnaðinum frá þeim. Þetta
þýðir að við erum að breikka
okkar vöruúrval. Við höfum
skilgreint okkur sem þjón-
ustufyrirtæki í drifbúnaði og
til þessa höfum við markað
okkur fyrst og fremst í glussa
og lofti og öllu því tengdu.
Drifbúnaðarsviðið er hins
vegar mun víðfeðmara og
þessar vörur frá SKF passa
því ágætlega inn í okkar
vöruflóru,“ segir Halldór
Klemenzsson, framkvæmda-
stjóri Landvéla.
Sjávarútvegurinn um 30-35%
af heildarveltunni
Sem fyrr segir hefur hlutur
sjávarútvegsins í heildarveltu
Landvéla dregist eilítið saman
og er hann nú á bilinu 30 til
35 af hundraði. Á síðustu
misserum hefur aftur á móti
verið töluverður vöxtur í
vörum og þjónustu tengdri
virkjunum og stóriðju. „Við
erum með mjög mikið af fitt-
ings og slöngum og slíkum
vörum bæði hjá Fjarðaáli fyrir
austan og stækkunina hjá
Norðuráli á Grundartanga,“
segir Halldór.
Á Íslensku sjávarútvegs-
sýningunni árið 2005 kynntu
Landvélar nýja tegund glussa-
drifinnar háþrýstidælu, sem er
sjóþolin og hentar sérlega vel
fyrir stærri sem minni skip og
báta. Halldór segir að þessi
háþrýstidæla hafi reynst alveg
sérlega vel og í raun hafi við-
tökurnar farið fram úr björt-
ustu vonum. „Við erum búnir
að bæta heilmikið við okkur í
þessu, erum komnir með
þvottastöðvar sem henta sér-
lega vel fyrir stærri skipin og
síðan erum við með glussa-
knúnar þvottadælur fyrir smá-
bátana, sem henta vel til
þvotta á heimstíminu,“ segir
Halldór.
Um þrjátíu manns starfa
hjá Landvélum – bæði í versl-
un og á verkstæði, þar sem er
viðgerðarþjónusta fyrir vökva-
búnað. Fyrirtækið hefur und-
anfarin tæp tvö ár verið í eigu
Vélaverkstæðis Hjalta Einars-
sonar í Hafnarfirði.
Þ J Ó N U S T A
Hafa þjónustað sjávar-
útveginn í fjóra áratugi
Halldór Klemenzson, framkvæmdastjóri Landvéla. Mynd: Sverrir Jónasson.