Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 8
8
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Ofan í kjallara á æskuheimili
mínu var myndarlegt skrif-
stofuherbergi þar sem tvennt
var þungamiðjan. Útvarpið,
sem alltaf var stillt á báta-
bylgjuna og þaðan sem sterkur
rómur vestfirskra skipstjóra
ómaði um allt húsið þegar svo
bar undir. Svo voru veggir her-
bergisins þaktir bókum. Þar
skipaði tímaritið Ægir mikinn
virðingarsess. Nýir árgangar
juku stöðugt rými sitt í hill-
unum og einn góðan veðurdag
fékk faðir minn ritið allt inn-
bundið í afmælisgjöf. Þetta var
glæsilegt safn, ættað úr búi
Emils Jónssonar forvera míns í
stóli sjávarútvegsráðherra (þá
raunar atvinnumálaráðherra).
Þar með var Ægir orðinn
dýrgripur í annarri merkingu
líka. Eftirsóttur til lestrar sem
fyrr, tímaritasafnið allt í heil-
legri röð, fallega innbundið
og naut virðingar á heimilinu.
Ægir hefur eiginlega verið
mér samferða á vissan hátt.
Ég man að því fylgdi sér-
stök spenna að lesa ítarlegar
frásagnir af nýjum bátum,
sem birtust í tímaritinu. Fjöl-
miðlar gerðu slíkum málum
önnur skil þá og svo var
þjóðlífið allt fábrotnara. Fyrir
strák, áhugasaman um sjó-
sókn og sjávarútveg, var
kjarngott að lesa lýsingu af
nýjum bátum; hvort sem þeir
nú voru smíðaðir úr furu og
eik, eða eðalstáli. Kannski
þætti þetta ekki spennandi
lesning í dag, en ég var ekki
einn um það að lesa þetta af
áfergju. Og í dag eru þessar
frásagnir ómetanlegar heim-
ildir um skipasögu okkar og
bregður upp mynd af fram-
förum í útveginum.
Ægir er í rauninni einstakt
tímarit. 100 ára samfylgd hans
og sjávarútvegsins skapar
tímaritinu sérstöðu, af aug-
ljósum ástæðum. Með því að
lesa í gegn um það sér maður
sögu sjávarútvegsins í hnot-
skurn. Þar skrifuðu menn fyrr
meir greinar til þess að vekja
athygli á nýjungum á sviði
sjávarútvegsins. Fræðimenn
greindu okkur frá því sem
helst var að gerast í hafrann-
sóknum og annars staðar að
af vísindasviðinu. Við lásum
um tíðindi úr verstöðvum,
viðtöl við forystumenn og í
þessu blaði talaði greinin ein-
um rómi í gegn um heild-
arsamtök sín, Fiskifélag Ís-
lands.
Það má því segja að Ægir
hafi í raun verið mikil þunga-
miðja umræðunnar um sjáv-
arútveg, sem þá var ólíkur því
sem við þekkjum í dag. Bæði
umræðan og sjávarútveg-
urinn. Hin virku tengsl Fiski-
félagsins við vísindaumhverf-
ið sem óx smám saman, lit-
uðu auðvitað frásagnir blaðs-
ins og þannig skipti blaðið
örugglega máli við að draga
athyglina að nýjungum og
framförum.
Ægir er í rauninni mikill
aldarspegill. Og þess vegna
er það sérstaklega ánægjulegt
að blaðið hefur staðist tönn
tímans svona vel. Það er langt
frá því sjálfgefið að Ægir hafi
lifað af alla þá brimskafla sem
nútíminn reiðir yfir flest í um-
róti samtímans. Hin nánu
tengsl við Fiskifélagið gaf
blaðinu lífsanda sem dugði
vel áratugum saman.
Því kynntist ég einmitt
beinlínis. Fyrst sem félagi á
Fiskiþingum um nokkurra ára
skeið og síðar sem formaður
Fiskifélagsins. Smám saman
varð okkur þó ljóst að Fiski-
félagið, sem var gott til flestra
hluta, var kannski ekki endi-
lega best lagað til útgáfustarf-
semi, þegar þar var komið
sögu. Það ráð sem Fiskifélag-
ið brá því á, að fela útgáfuna
í hendur annarra, var því í
takt við þær breytingar sem
hafa orðið í þjóðfélaginu.
Blaðinu hefur hins vegar auð-
nast að halda sívirkum
tengslum sínum við sjávarút-
veginn og vekja þannig áhuga
okkar sem viljum fylgjast með
umræðunni um sjávarútvegs-
mál; jafn síkvik og breytileg
sem hún er.
Á þessum tímamótum vil
ég því senda gömlum vini,
tímaritinu Ægi, afmæliskveðj-
ur og vænti þess að njóta
samfylgdar áfram, svo að
blaðið geti um ókomna tíð
orðið sá aldarspegill sjávarút-
vegsins sem það hefur verið
frá öndverðu.
Einar K. Guðfinnsson,
sjávarútvegsráðherra.
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Aldarspegill sjávarútvegsins
Fyrir strák, áhugasaman um sjósókn og
sjávarútveg, var kjarngott að lesa lýsingu af
nýjum bátum; hvort sem þeir nú voru smíðaðir úr
furu og eik, eða eðalstáli. Kannski þætti þetta
ekki spennandi lesning í dag, en ég var ekki einn
um það að lesa þetta af áfergju.