Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 27
27
Fiskifélagið og voru ritstjór-
arnir þá tveir, Bjarni Kr.
Grímsson, fiskimálastjóri, og
Þórarinn Friðjónsson, eigandi
Skerplu.
Í ársbyrjun 1997 tók At-
hygli ehf. að sér útgáfu Ægis
og við það fluttist ritstjórn
Ægis til Akureyrar og hefur
verið þar síðan. Jóhann Ól-
afur Halldórsson ritstýrði
blað inu ásamt Bjarna Kr.
Gríms syni og síðar Pétri
Bjarna syni, núverandi fram-
kvæmdastjóra Fiskifélagsins,
en eins og kunnugt er hefur
skrifstofa Fiskifélagsins einnig
flust til Akureyrar.
Athygli keypti síðan útgáfu-
réttinn af Ægi og Sjómanna-
almanaki Fiskifélagsins og hóf
útgáfu blaðsins frá og með
ársbyrjun 2001. Skrifstofa At-
hygli á Akureyri hefur síðan
gefið blaðið út, síðustu fjögur
árin hefur Óskar Þór Hall-
dórsson ritstýrt blaðinu.
Skyldur við sjávarútveginn
og lesendur
Lengstaf var Ægir gefinn út í
brotinu 24,5 x 18,5 cm, en frá
árinu 2000 var tekin sú
ákvörðun að breyta broti
blaðsins í hið hefðbundna A4
brot. Ástæða þessarar breyt-
ingar var fyrst og fremst sú að
mun hentugra er að vinna
blaðið í þessu broti og allar
auglýsingar nú til dags eru
miðaðar við það brot. Einnig
hafði þessi breyting í för með
sér aukið efnisrými í blaðinu.
Til fjölda ára fylgdu svo-
kallaðar Útvegstölur Ægi, en
útgáfa þeirra var aflögð í árs-
lok 1999. Þessar upplýsingar
var á þeim tímapunkti orðið
auðvelt að nálgast á Netinu
og forsendurnar fyrir útgáf-
unni breyttar.
Mikið vatn hefur til sjávar
runnið í útgáfumálum og fjöl-
miðlun frá því að fyrsta tölu-
blað Ægis leit dagsins ljós ár-
ið 1905. Tvö önnur blöð
koma reglulega út sem sinna
þessum útvegi, þ.e. Fiskifrétt-
ir, sem koma vikulega út, og
Sjómannablaðið Víkingur,
sem er gefið út nokkrum
sinnum á ári. Einnig hafa dag-
blöðin haldið úti sjávarútvegs-
kálfum, t.d. Morgunblaðið, þó
svo að það sé ekki lengur
gert. Þá má ekki gleyma stór-
aukinni upplýsingagjöf á net-
inu.
Forsendur til útgáfu blaðs
eins og Ægis eru því allt aðr-
ar en hér á árum áður. Engu
að síður hefur blaðið hlut-
verki og skyldum að gegna
og margt birtist þar sem aðrir
fjölmiðlar birta ekki. Blaðið
hefur því sem fyrr miklar
skyldur við sjávarútveginn og
lesendur sína
Æ G I R H U N D R A Ð Á R A
Hvalveiðar
handan við
hornið?
Mér sýnist allt stefna í að
við fáum að veiða hrefnu
á næsta ári og í framhaldi
af því kemur hvalurinn
líka. Við þurfum hugaða
stjórnmálamenn sem þora
að taka djarfar ákvarðanir.
Að vísu hefur mér heyrst
að forsætisráðherrann sé
ekki alveg sáttur við þetta,
en kannski verður hægt að
beygja hann. Eitt er víst að
ég er klár í slaginn og færi
á morgun ef kallið kæmi.
Þetta á allt saman að geta
gengið saman. Við getum
alveg búist við einhverjum
vandræðum en ef menn
eru undir þau búnir á vel
að vera hægt að leysa úr
þeim farsællega. Réttlætið
hlýtur að sigra að lokum,
jafnvel þótt það taki lang-
an tíma.
(Sigurður Njálsson, hvalaskip-
stjóri, í viðtali við Ægi í júlí
1997)
Alltaf skrefi á
undan Norð-
mönnum
Við höfum unnið dyggi-
lega að fiskverndun síð-
ustu áratugi og tekið upp
eitt strangasta kvótakerfi
sem þekkist. Alltaf skrefi á
undan Norðmönnum.
Hvað varðar rányrkju vil
ég segja að flestir fiski-
stofnar innan íslensku lög-
sögunnar eru í þolanlegu
horfi nema þorskurinn.
Það er því ofmælt að Ís-
lendingar hafi eyðilagt eig-
in fiskimið með fyr-
irhyggjuleysi.
Það er rétt að við höf-
um veitt umfram ráðlegg-
ingar fiskifræðinga en það
hafa Norðmenn einnig gert
og hlutfallslega meira en
Íslendingar. Þeir kasta því
steinum úr glerhúsi.
Hvað varðar meintan
norskan-rússneskan stofn
hafa Norðmenn sakað
Rússa um að hafa hvað
eftir annað farið fram úr
veiðiheimildum, eitt árið
sem nam meira en 150
þúsund tonnum.
(Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra, í við-
tali við Ægi í september 1994)
Auglýsing frá R. Sigmundssyni árið 1963.
Auglýsing frá Birni og Halldóri hf. árið 1981.