Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 74

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 74
74 Matís ohf. er nýtt og öflugt fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- og nýsköpunar- starfi í matvælaiðnaði hér á landi og erlendis. Áherslur eru að nokkru marki aðrar en ein- kenndu þær stofnanir sem runnu inn í fyrirtækið en aukin áhersla er lögð á arðvænleg rannsóknarverkefni í sam- vinnu við atvinnulífið. Helstu markmið Matís eru að stuðla að nýsköpun og ör- yggi í matvælaiðnaði, stunda öflugt rannsóknar- og þróun- arstarf, auka verðmætasköp- un og efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Um er að ræða víðtæka starfsemi og því mikilvægt að vera í góðu samstarfi við ráðuneyti, stofnanir á borð við Fiski- stofu, Landbúnaðarstofnun, rannsóknarstofnanir, skóla og fyrirtæki hérlendis sem er- lendis. Þrátt fyrir að miklar breyt- ingar hafi átt sér stað í starf- seminni er stór hluti af rekstri fyrirtækisins áfram nátengdur sjávarútvegi. Fjölmargir starfs- menn fyrirtækisins í Reykjavík sinna rannsóknastarfi á þessu sviði og vinna náið með fyr- irtækjum og stofnunum í vöruþróun, tækninýjungum og markaðssetningu á fram- leiðslu sjávarútvegsfyrirtækja. Þá byggja starfsstöðvar Matís víða á landsbyggðinni rekstur sinn fyrst og fremst á rann- sóknum og þróun svo sem fyrir sjávarútvegsfyrirtæki með það að markmiðið að stuðla að framþróun og auka verð- mæti. Við leggjum því áherslu á að þróa tækni og byggja upp þekkingu sem nýtist at- vinnulífinu. Fiskeldi vex hröðum skrefum á heimsvísu Eitt af stóru verkefnum fyr- irtækisins eru eldisrannsóknir á þorski, bleikju og lúðu. Eldi er stór hluti af framleiðslu á sjávarfangi og fer stækkandi á heimsvísu og því mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að vera virkir þátttakendur í rann- sóknum og þróun á þessu sviði. Matís hefur lagt mikla rækt við rannsóknir í fiskeldi. Í þorskeldi er meðal annars reynt að seinka kynþroska þorsks eins og mögulegt er því þá stækkar hann meira og hærra verð fæst fyrir hann á markaði. Matís hefur meðal annars rannsakað leiðir til þess að tryggja að eldisþorsk- ur nái sláturstærð á sem skemmstum tíma. Notuð eru sérhönnuð ljós fyrir sjókvíeldi sem koma í veg fyrir að þorskurinn upplifi skamm- degið, en þegar sumri fer að halla og sól lækkar á lofti fer þorskurinn að þroska með sér kynkirtla. Hann verður svo kynþroska að vori og hrygnir frá febrúar til maí. Ný samsetning á fóðri lækkar hráefniskostnað Eldisdeild Matís hefur und- anfarin ár unnið með Laxá hf, Hólaskóla og fleiri samstarfs- aðilum að rannsóknum á fóðri í þorskeldi með það að markmiði að lækka fóð- urkostnað. Hefur fyrirtækið meðal annars fengið styrki til verkefnanna frá AVS rann- sóknarsjóði í sjávarútvegi. Niðurstöður sýna að hægt er að hafa lægra hlutfall af pró- teini í fóðrinu en áður var tal- ið án þess að það komi niður á vexti fiskanna. Próteinið er dýrasti hlutinn af fóðrinu og lægra próteinhlutfall lækkar fóðurverð umtalsvert. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með aukið fituinnihald í fóðr- inu sem hafa skilað athygl- isverðum niðurstöðum. Áður var talið að fituinnihald í þorskafóðri mætti ekki vera hærra en 10-15% en nið- urstöður sýna að hægt er að auka fituhlutfallið í 25% án þess að það komi niður á vexti og gæðum fisksins. Það er því hægt að lækka fóð- urverð enn frekar með því að minnka próteinhlutfallið og auka fituhlutfallið í fóðrinu, sem skilar sér í meira en 30% lækkun fóðurkostnaðar fyrir eldisþorsk. Þessi lækkun á fóðurkostnaði þýðir að fram- leiðslukostnaður í þorskeldi lækkar um 15-20%. Nið- urstöður tilraunanna hafa þegar verið nýttar í fóð- urframleiðslu hjá Laxá hf. og þær eru mikilvægt skref í þá átt að gera eldi á þorski að- bærara. Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R Matís: Þekking sem nýtist atvinnulífinu Hjá fyrirtækinu starfa margir af helstu sérfræðingum í matvælaiðnaði; svo sem matvælafræðingar, efnafræðingar, næringarfræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.