Ægir - 01.03.2007, Page 74
74
Matís ohf. er nýtt og öflugt
fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu
rannsókna- og nýsköpunar-
starfi í matvælaiðnaði hér á
landi og erlendis. Áherslur eru
að nokkru marki aðrar en ein-
kenndu þær stofnanir sem
runnu inn í fyrirtækið en aukin
áhersla er lögð á arðvænleg
rannsóknarverkefni í sam-
vinnu við atvinnulífið.
Helstu markmið Matís eru
að stuðla að nýsköpun og ör-
yggi í matvælaiðnaði, stunda
öflugt rannsóknar- og þróun-
arstarf, auka verðmætasköp-
un og efla samkeppnishæfni
íslenskrar matvælaframleiðslu
á alþjóðlegum vettvangi. Um
er að ræða víðtæka starfsemi
og því mikilvægt að vera í
góðu samstarfi við ráðuneyti,
stofnanir á borð við Fiski-
stofu, Landbúnaðarstofnun,
rannsóknarstofnanir, skóla og
fyrirtæki hérlendis sem er-
lendis.
Þrátt fyrir að miklar breyt-
ingar hafi átt sér stað í starf-
seminni er stór hluti af rekstri
fyrirtækisins áfram nátengdur
sjávarútvegi. Fjölmargir starfs-
menn fyrirtækisins í Reykjavík
sinna rannsóknastarfi á þessu
sviði og vinna náið með fyr-
irtækjum og stofnunum í
vöruþróun, tækninýjungum
og markaðssetningu á fram-
leiðslu sjávarútvegsfyrirtækja.
Þá byggja starfsstöðvar Matís
víða á landsbyggðinni rekstur
sinn fyrst og fremst á rann-
sóknum og þróun svo sem
fyrir sjávarútvegsfyrirtæki með
það að markmiðið að stuðla
að framþróun og auka verð-
mæti. Við leggjum því áherslu
á að þróa tækni og byggja
upp þekkingu sem nýtist at-
vinnulífinu.
Fiskeldi vex hröðum skrefum
á heimsvísu
Eitt af stóru verkefnum fyr-
irtækisins eru eldisrannsóknir
á þorski, bleikju og lúðu. Eldi
er stór hluti af framleiðslu á
sjávarfangi og fer stækkandi á
heimsvísu og því mikilvægt
fyrir okkur Íslendinga að vera
virkir þátttakendur í rann-
sóknum og þróun á þessu
sviði. Matís hefur lagt mikla
rækt við rannsóknir í fiskeldi.
Í þorskeldi er meðal annars
reynt að seinka kynþroska
þorsks eins og mögulegt er
því þá stækkar hann meira og
hærra verð fæst fyrir hann á
markaði. Matís hefur meðal
annars rannsakað leiðir til
þess að tryggja að eldisþorsk-
ur nái sláturstærð á sem
skemmstum tíma. Notuð eru
sérhönnuð ljós fyrir sjókvíeldi
sem koma í veg fyrir að
þorskurinn upplifi skamm-
degið, en þegar sumri fer að
halla og sól lækkar á lofti fer
þorskurinn að þroska með
sér kynkirtla. Hann verður
svo kynþroska að vori og
hrygnir frá febrúar til maí.
Ný samsetning á fóðri lækkar
hráefniskostnað
Eldisdeild Matís hefur und-
anfarin ár unnið með Laxá hf,
Hólaskóla og fleiri samstarfs-
aðilum að rannsóknum á
fóðri í þorskeldi með það að
markmiði að lækka fóð-
urkostnað. Hefur fyrirtækið
meðal annars fengið styrki til
verkefnanna frá AVS rann-
sóknarsjóði í sjávarútvegi.
Niðurstöður sýna að hægt er
að hafa lægra hlutfall af pró-
teini í fóðrinu en áður var tal-
ið án þess að það komi niður
á vexti fiskanna. Próteinið er
dýrasti hlutinn af fóðrinu og
lægra próteinhlutfall lækkar
fóðurverð umtalsvert. Einnig
hafa verið gerðar tilraunir
með aukið fituinnihald í fóðr-
inu sem hafa skilað athygl-
isverðum niðurstöðum. Áður
var talið að fituinnihald í
þorskafóðri mætti ekki vera
hærra en 10-15% en nið-
urstöður sýna að hægt er að
auka fituhlutfallið í 25% án
þess að það komi niður á
vexti og gæðum fisksins. Það
er því hægt að lækka fóð-
urverð enn frekar með því að
minnka próteinhlutfallið og
auka fituhlutfallið í fóðrinu,
sem skilar sér í meira en 30%
lækkun fóðurkostnaðar fyrir
eldisþorsk. Þessi lækkun á
fóðurkostnaði þýðir að fram-
leiðslukostnaður í þorskeldi
lækkar um 15-20%. Nið-
urstöður tilraunanna hafa
þegar verið nýttar í fóð-
urframleiðslu hjá Laxá hf. og
þær eru mikilvægt skref í þá
átt að gera eldi á þorski að-
bærara.
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Matís:
Þekking
sem nýtist
atvinnulífinu
Hjá fyrirtækinu starfa margir af helstu
sérfræðingum í matvælaiðnaði; svo sem
matvælafræðingar, efnafræðingar,
næringarfræðingar, líffræðingar, verkfræðingar
og sjávarútvegsfræðingar.
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.