Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 102

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 102
102 Á næstunni mun Héraðsdómur Reykjavíkur taka fyrir mál sem Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, hefur höfðað á hendur ís- lenska ríkinu til viðurkenning- ar á eignar- og nýtingarrétti Ómars sem eiganda sjáv- arjarðarinnar Horns I í Horna- firði yfir netlögum jarðarinnar. Málið segir Ómar að sé próf- mál og rekið fyrir hönd Sam- taka eigenda sjávarjarða. Þetta mál hefur verið lengi í farvatninu. Ítrekað hafa Samtök eigenda sjávarjarða sent sjávarútvegsráðherra bréf er þess hefur verið óskað að teknar yrðu upp viðræður við samtökin um að eignar- og atvinnuréttur eigenda sjáv- arjarða verði virtur á ný og að þeir fái sinn hlut af því auð- lindagjaldi sem nú hefur verið tekið upp. Engu af þessum bréfum hefur verið svarað. Í stórum dráttum snýst málið um það að samkvæmt neta- lögum nær eignarréttur eig- enda sjávarjarða 115 metra út frá landi þeirra miðað við stórstraumsfjöruborð. Þessu hefur ríkið þó ítrekað hafnað þrátt fyrir að netlög séu skil- greind og staðfest í lögum sem eignarréttur jarða. Fisk- veiðilandhelgi Íslands, sem miðast út frá landi, víðast út frá landi sem er í einkaeign, nær einnig yfir netlög og er því þessi séreignarréttur hluti af landhelginni, sbr. 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi Íslands. Ómar bendir á að út- ræðisréttur sé skráður sem hlunnindi jarða og af honum greiði jarðeigendur gjöld, þó svo þeir megi ekki lengur notfæra sér útróðrarréttinn, nema að eiga kvóta. Ómar segir hér um stórmál að ræða, enda eigi um 1100 jarðir á Íslandi útræðisrétt sem hlunnindi, en rúmlega tvö þúsund jarðir eigi land að sjó á Íslandi. Ómar bendir ennfremur á, að einn frjósam- asti hluti hafsins er á grunn- sævi í netlögum og er lífríkið ásamt sjónum sjálfum á hreyf- ingu milli netlaga í einkaeign og ytra svæðis þar sem ríkið fer með umráð. Auðlindin sé því óskipt sameign. Stefna lögð fram í des. sl. Ragnar Aðalsteinsson, hrl., lagði fram stefnu fyrir hönd Ómars á hendur íslenska rík- inu í desember sl. þar sem gerð er sú aðalkrafa að við- urkennt verði með dómi að eignarland „jarðarinnar Horns I í Hornafirði teljist landsvæði allt innan netlaga jarðarinnar og teljist netlögin sjávarbotn 115 metrar út frá stórstraums- fjöruborði, og að stefnandi, eigandi jarðarinnar, fari með öll venjuleg eignarráð innan netlaga, sem teljist óaðskilj- anlegur hluti jarðarinnar og að eignarréttur stefnanda nái jafnt til hafsbotnsins í netlög- um og þess sem neðan og of- an hafsbotnsins er, svo og að eignarrétti þessum fylgi einka- réttur, þar á meðal í atvinnu- skyni, til fiskveiða, dýraveiða og fuglaveiða, svo og önnur nýting náttúrauðlinda í net- lögum jarðarinnar, þ.e. í sjón- um, á hafsbotni, undir hafs- botni og í loftrýminu fyrir of- an netlög jarðarinnar.“ Horn I er ein stærsta jörðin í fyrrum Nesjahreppi og hlunnindarík. Þar er trjáreki, selveiði og dún- og eggjatekja í eyjum, sem jörðinni fylgja. Þá var útræði Nesjabænda úr Hornsvík suðaustur af bæn- um fram á nítjándu öld. Út- ræði hefur verið stundað frá Horni til okkar daga. Í stefn- unni kemur fram að heimildir frá upphafi átjándu aldar séu um að á Horni hafi til forna verið 20 verskálar og munn- mæli séu um að Norðlending- ar hafi haft verstöð í tóftunum í kömbunum undir Kamb- horni. Skýr lög Í stefnunni er bent á að allt frá því að „Tilskipun um veiði við Ísland“ var sett árið 1849 til þessa dags hafi netlög ver- ið skilgreind sem svæði með- fram landi sem nái 60 faðma út frá stórstraumsfjörumáli og síðar 115 metra. Jafnframt sé kveðið á í lögum að netlögin, svæði með landinu, sé hluti jarðar og sé háð eignarrétti jarðareiganda, síðast í jarða- lögum nr. 81/2004 og lögum nr. 61/2006 um lax- og sil- ungsveiði. Þá er bent á að þar sem skilgreiningar netlaga og ákvæði um eignarrétt landeig- enda að netlögum séu í sér- lögum, þá séu eignarheimilid- ir yfirleitt skilgreindar í hverj- um sérlögum fyrir sig í sam- ræmi við viðfangsefni þeirra. Bent er á heimildir í lögum um fiskveiði (1281 og 1849), síldar- og ufsaveiði (1872, beitutekju (1914), fuglaveiðar ((1954), allar auðlindir í, á eða undir hafsbotninum (1990), auðlindir í sjávarbotni innan netlaga (1998), efn- istaka af eða úr hafsbotni (1997 og 1999), kolvetni og að lokum öll venjuleg eign- arráð (2004 og 2006). Þannig kveði lög á um, að allar hugs- anlegar auðlindir í sjónum, á hafsbotni og undir hafsbotni svo og í lofti yfir netlögum, að engri undanskilinni, séu í eignarráðum landeiganda. Þá er bent á að í lögum um lax- og silungsveiði frá 2006 sé því slegið föstu, að eigendur sjávarjarða fari með öll eign- arráð í netlögum. „Hafi af- staða Alþingis verið á ein- hvern hátt óskýr í fyrri löggjöf er hún það ekki lengur,“ seg- ir í stefnunni. Hlutdeild í auðlindinni Í lok stefnunnar segir orðrétt: „Stefnandi áskilur sér rétt til að höfða sérstakt mál á hend- ur stefnda, íslenska ríkinu, S J Á V A R J A R Ð I R Eigendur sjávarjarða bíða niðurstöðu Héraðsdóms í máli Ómars Antonssonar gegn ríkinu: Prófmál á eignar- og nýtingarrétt sjávarjarða - að mati Ómars Antonssonar, formanns Samtaka eigenda sjávarjarða Um 1100 jarðir á Íslandi eiga útræðisrétt sem hlunnindi, en rúmlega tvö þúsund jarðir eigi land að sjó á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.