Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 18
18
Þegar ég var ungur drengur sá
ég föður minn örsjaldan.
Stundum liðu margir mánuðir
milli þess að við hittumst. Í
minningunni var pabbi minn
framandi maður sem gustaði
af og mér fannst ég ekkert
þekkja.
Vinnan hafði forgang
Eins og flestir sjá á þessari
stuttu lýsingu þá var faðir
minn sjómaður. Hann var
skipstjóri sem tók starf sitt al-
varlega og stundaði það af
kappi og elju, með hag ört
stækkandi fjölskyldu að leið-
arljósi, eins og þeirra tíma var
siður. Eldri bræður mínir þrír
áttu því láni að fagna að sigla
talsvert með honum, en ég
náði því miður aðeins nokkr-
um vikum undir lok skip-
stjórnarferils hans, þá níu ára
gamall. Ekki var um það að
ræða á þessum tíma að menn
tækju sér frí frá störfum nema
í einhverjum algjörum und-
antekningartilvikum svo fremi
að til stæði að skipið yrði á
sjó á annað borð. Lengst af á
mínum sjómannsferli, sem
spannaði 33 ár, var viðhorfið
af svipuðum toga. Menn festu
ungir ráð sitt og stofnuðu fjöl-
skyldu, keyptu íbúð og réru
og réru út í eitt. Margir af
minni kynslóð lentu inni í
mynstri sem fólst í því að far-
ið var með fjölskylduna í
tveggja til þriggja vikna sól-
arlandaferð einu sinni á ári,
en að öðru leyti fóru menn
helst ekki í frí ótilneyddir.
Þetta lífsmynstur þótti alls
ekki svo slæmt og í raun held
ég að margir á mínu reki eigi
góðar minningar frá þessum
árum þótt eftir á að hyggja
horfist menn í augu við þá
staðreynd að þeir hafi misst
að miklu leyti af þeirri upplif-
un sem felst í að taka þátt í
hefðbundnu fjölskyldulífi og
uppvexti barna sinna sem fyrr
en varði voru vaxin manni
upp fyrir höfuð.
Breytt viðhorf
En tímarnir breytast og menn-
irnir með. Hin öra þróun at-
vinnu- og efnahagslífsins hef-
ur á skömmum tíma leitt til
þess að viðhorf og kröfur al-
mennings til lífsgæða hafa
tekið afgerandi breytingum.
Af þessu leiðir að störf sem
fela í sér miklar fjarvistir frá
heimili og fjölskyldu eiga
undir högg að sækja í vax-
andi mæli. Ef sporna skal við
þessari þróun er að mínu
mati ýmislegt sem þyrfti að
gerast til að árangur næðist.
Það fyrsta er að kjörum sjó-
manna verði komið í þann
farveg að tveir sjómenn geti
skipt á milli sín einni stöðu
og að afkoma hvors um sig
standist samt sem áður fylli-
lega samanburð við gott
heilsársstarf í landi og helst
gott betur. Í stað kauptrygg-
ingar verður að koma fasta-
kaup, sem er að lágmarki
helmingi hærra en núverandi
kauptrygging og fylgi í grunn-
inn hlutaskiptakerfinu eftir
stöðu manna, þannig að lág-
markslaun skipstjóra yrðu
tvöföld til þreföld hásetalaun.
Að „halda mönnum á tánum“
Auk þessara grundvallarkjara-
bóta er lífsnauðsynlegt að
viðhorf og viðmót sumra
vinnuveitenda í sjávarúrvegi
taki miklum stakkaskiptum
frá því sem tíðkast hefur, ef
greinin á að standast sam-
keppni við aðrar atvinnu-
greinar, en til þess þarf eins
og útgerðarmenn þekkja
manna best að hafa dugandi
sjómenn í vinnu. Sá þáttur til-
veru launafólks sem snýr að
því að búa við atvinnuöryggi,
er t.d. stórlega vanmetinn hjá
allt of mörgum vinnuveitend-
um. Því miður virðast sumir
atvinnurekendur hreinlega
standa í þeirri trú, að það sé
þeirra rekstri til framdráttar að
„halda mönnum á tánum“
eins og þeir kalla það, með
því að starfsmenn viti helst
sem allra minnst um stöðu
mála á hverjum tíma og þar
með um eigin framtíð. Út-
gangspunkturinn til lengri
tíma litið í rekstri sjávarút-
vegsfyrirtækja, rétt eins og
annarra fyrirtækja, hlýtur að
felast í þeim gömlu sannind-
um að því jákvæðari hug sem
starfsmenn bera til vinnuveit-
andans þeim mun betra starfi
skili menn til baka. Vinnuveit-
andi sem umgengst launa-
menn með hroka og óvirð-
ingu þarf ekki að reikna með
merkilegu vinnuframlagi frá
launþega sem við slíkar að-
stæður býr.
Slík staða er ekki neinu fyr-
irtæki til framdráttar, hvorki í
bráð né lengd. Gagnkvæm
virðing og samvinna, í stað
yfirgangs, er það sem væn-
legast er til velfarnaðar fyr-
irtækja og einstaklinga. Í
framhaldi af þessum hugrenn-
ingum má síðan varpa þeirri
spurningu fram hvort það
stjórnkerfi fiskveiða sem við
búum við sé til framtíðar það
vænlegasta til vinsælda, vel-
sældar og hagkvæmni af
þeim kostum sem hugsanlega
gætu komið til greina. Í ljósi
þeirra stjórnarhátta og þess
áróðurs sem við lýði hafa ver-
ið um langa hríð, þar sem
megin áhersla hefur verið
lögð á einkavæðingu og sam-
keppnisumhverfi á öllum
sviðum, þá má furðu sæta að
þessi gamli undirstöðu-
atvinnuvegur okkar stefni á
flestan hátt í þveröfuga átt.
Gallað fyrirkomulag
Hlutdeild þeirra sem selja á
frjálsum fiskmarkaði fer
minnkandi og meginþorri út-
gerða leitast við að borga eins
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Tímarnir
breytast og
mennirnir með
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.