Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 69
69
Þ J Ó N U S T A
„Saury hefur náð miklum vin-
sældum hér á beitumarkaði
og af einstaka beitutegundum
seljum við langmest af hon-
um,“ segir Óskar Þórðarson
hjá fyrirtækinu Voot í Reykja-
nesbæ, sem flytur inn og selur
beitu og einnig hefur fyrirtæk-
ið sérhæft sig á sviði starfs-
mannamiðlunar. Voot ehf. er
fjögurra ára fyrirtæki, en
stofnendur þess eru Vignir
Óskarsson og Óskar Þórð-
arson. Nafn fyrirtækisins er
fengin frá skammstöfun eig-
enda fyrirtækisins.
Beita frá Taiwan og Banda-
ríkjunum
Sem fyrr segir hefur saury
náð miklum vinsældum sem
beita hér á landi. Saury, sem
er náskyldur geirnef, sem
veiðist af og til við Ísland, er
langvaxinn fiskur líkt og
hornfiskar og getur orðið 40
cm að stærð, en er oftast 25-
35 cm þegar hann er veiddur.
Saury á heimkynni í hlýjum
og heittempruðum sjó og er
aðallega veiddur við strendur
Japans á haustin. Saury hefur
hátt fituinnihald sem helst
nokkuð stöðugt allt árið.
Vegna þess hversu sterkt roð-
ið er er saury góður beitufisk-
ur. Fyrir vikið losnar hann
síður af króknum og beitan
endist þannig betur. Saury
kaupir Voot frá Bai Xian Wu
Enterprise á Taiwan, sem er
eitt af stærstu fyrirtækjum
heims í sölu á sjávarafurðum.
„Á síðasta ári fluttum við
inn 85 gáma af saury, sem er
um tvö þúsund tonn. Okkar
stærsti viðskiptavinur er Vísir
hf. og af öðrum stærri fyr-
irtækjum sem nota þessa
beitu má nefna Einhamar í
Grindavík og Hraðfrystihús
Hellissands. Einnig kaupir
fjöldi smærri aðila þessa
beitu. Fyrst og fremst þykir
saury henta mjög vel til veiða
á ýsu”, segir Óskar Þórð-
arson.
Voot í Reykjanesbæ:
Í starfsmannamiðlun og sölu á eðalbeitu
Blaðagrein um þá Voot-menn í erlendu tímariti.
Kemi ehf. hefur verið starf-
rækt í sextán ár og hefur fyr-
irtækið á þessum tíma fyrst
og fremst þjónað sjávarútvegi
og iðnfyrirtækjum. Eigendur
Kemi eru hjónin Daði Hreins-
son og Lene Bernhöj. Hjá
Kemi starfa 11 manns í dag.
„Á sínum tíma hófum við
rekstur fyrirtækisins í sam-
starfi við danska fyrirtækið
Ide Kemi. Árið 1994 keyptum
við hlut Ide Kemi og nafnið
styttist þá einfaldlega í Kemi,“
segir Daði.
Stór samningur við Ríkiskaup
Ef horft er til sjávarútvegsins
má segja að Kemi þjónusti
fyrirtækin í olíu og smurefn-
um, iðnaðarhreinsefnum,
ýmsum öryggisvörum og Uni-
tor-meðhöndlunarefnum fyrir
eldsneyti, kælikerfi og vélar
skipa. Daði segir að nýverið
hafi Kemi gert samning við
Ríkiskaup um smurolíu á öll
skip Landhelgisgæslunnar og
Hafrannsóknastofnunarinnar,
en Kemi hefur umboð fyrir
franska smurolíuframleiðand-
ann Total-Elf, sem er fimmta
stærsta olíufélag í heiminum.
Daði segir að auk sölu
leggi Kemi mikla áherslu á
þjónustuna og í því sambandi
nefnir hann að fimm af ellefu
starfsmönnum séu „úti á
markaðnum að þjónusta við-
skiptavinina,“ eins og hann
orðar það.
„Við höfum verið og erum
í samstarfi við Atlantsolíu þar
sem við sjáum um smur- og
rekstrarvöruhlutann, en
Atlant s olía eldsneytið. Til
samans er óhætt að segja að
við getum þjónustað okkar
við skiptavini með heildar-
lausn, eins og það er kallað,“
segir Daði.
Um þriðjungur veltunnar
vegna þjónustu við sjávarút-
veginn
Hlutur sjávarútvegsins í veltu
Kemi er um 30% og hefur
hlutfallslega farið minnkandi
á síðustu árum. „En við höf-
um fullan hug á því að efla
okkur í þjónustu við sjávarút-
veginn og höfum raunar uppi
stór áform í þeim efnum. Í
tengslum við þetta er ljóst að
við munum bæta við okkur
starfsmönnum. Við munum
ekki draga úr annarri þjón-
ustu, en fyrst og fremst mun-
um við auka við okkur í sjáv-
arútveginum. Ég get hins veg-
ar á þessu stigi ekki upplýst
að svo komnu máli í hverju
sú sókn inn á sjávarútvegs-
markaðinn felst, en það mun
koma í ljós innan fárra mán-
aða. Það eru spennandi tímar
framundan,“ segir Daði
Hreins son.
Spennandi tímar framundan
- segir Daði Hreinsson hjá Kemi ehf.,sem boðar aukna þjónustu við sjávarútveginn
Óli Reynisson, sölustjóri hjá Kemi. Mynd: Sverrir Jónasson.