Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 69

Ægir - 01.03.2007, Síða 69
69 Þ J Ó N U S T A „Saury hefur náð miklum vin- sældum hér á beitumarkaði og af einstaka beitutegundum seljum við langmest af hon- um,“ segir Óskar Þórðarson hjá fyrirtækinu Voot í Reykja- nesbæ, sem flytur inn og selur beitu og einnig hefur fyrirtæk- ið sérhæft sig á sviði starfs- mannamiðlunar. Voot ehf. er fjögurra ára fyrirtæki, en stofnendur þess eru Vignir Óskarsson og Óskar Þórð- arson. Nafn fyrirtækisins er fengin frá skammstöfun eig- enda fyrirtækisins. Beita frá Taiwan og Banda- ríkjunum Sem fyrr segir hefur saury náð miklum vinsældum sem beita hér á landi. Saury, sem er náskyldur geirnef, sem veiðist af og til við Ísland, er langvaxinn fiskur líkt og hornfiskar og getur orðið 40 cm að stærð, en er oftast 25- 35 cm þegar hann er veiddur. Saury á heimkynni í hlýjum og heittempruðum sjó og er aðallega veiddur við strendur Japans á haustin. Saury hefur hátt fituinnihald sem helst nokkuð stöðugt allt árið. Vegna þess hversu sterkt roð- ið er er saury góður beitufisk- ur. Fyrir vikið losnar hann síður af króknum og beitan endist þannig betur. Saury kaupir Voot frá Bai Xian Wu Enterprise á Taiwan, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims í sölu á sjávarafurðum. „Á síðasta ári fluttum við inn 85 gáma af saury, sem er um tvö þúsund tonn. Okkar stærsti viðskiptavinur er Vísir hf. og af öðrum stærri fyr- irtækjum sem nota þessa beitu má nefna Einhamar í Grindavík og Hraðfrystihús Hellissands. Einnig kaupir fjöldi smærri aðila þessa beitu. Fyrst og fremst þykir saury henta mjög vel til veiða á ýsu”, segir Óskar Þórð- arson. Voot í Reykjanesbæ: Í starfsmannamiðlun og sölu á eðalbeitu Blaðagrein um þá Voot-menn í erlendu tímariti. Kemi ehf. hefur verið starf- rækt í sextán ár og hefur fyr- irtækið á þessum tíma fyrst og fremst þjónað sjávarútvegi og iðnfyrirtækjum. Eigendur Kemi eru hjónin Daði Hreins- son og Lene Bernhöj. Hjá Kemi starfa 11 manns í dag. „Á sínum tíma hófum við rekstur fyrirtækisins í sam- starfi við danska fyrirtækið Ide Kemi. Árið 1994 keyptum við hlut Ide Kemi og nafnið styttist þá einfaldlega í Kemi,“ segir Daði. Stór samningur við Ríkiskaup Ef horft er til sjávarútvegsins má segja að Kemi þjónusti fyrirtækin í olíu og smurefn- um, iðnaðarhreinsefnum, ýmsum öryggisvörum og Uni- tor-meðhöndlunarefnum fyrir eldsneyti, kælikerfi og vélar skipa. Daði segir að nýverið hafi Kemi gert samning við Ríkiskaup um smurolíu á öll skip Landhelgisgæslunnar og Hafrannsóknastofnunarinnar, en Kemi hefur umboð fyrir franska smurolíuframleiðand- ann Total-Elf, sem er fimmta stærsta olíufélag í heiminum. Daði segir að auk sölu leggi Kemi mikla áherslu á þjónustuna og í því sambandi nefnir hann að fimm af ellefu starfsmönnum séu „úti á markaðnum að þjónusta við- skiptavinina,“ eins og hann orðar það. „Við höfum verið og erum í samstarfi við Atlantsolíu þar sem við sjáum um smur- og rekstrarvöruhlutann, en Atlant s olía eldsneytið. Til samans er óhætt að segja að við getum þjónustað okkar við skiptavini með heildar- lausn, eins og það er kallað,“ segir Daði. Um þriðjungur veltunnar vegna þjónustu við sjávarút- veginn Hlutur sjávarútvegsins í veltu Kemi er um 30% og hefur hlutfallslega farið minnkandi á síðustu árum. „En við höf- um fullan hug á því að efla okkur í þjónustu við sjávarút- veginn og höfum raunar uppi stór áform í þeim efnum. Í tengslum við þetta er ljóst að við munum bæta við okkur starfsmönnum. Við munum ekki draga úr annarri þjón- ustu, en fyrst og fremst mun- um við auka við okkur í sjáv- arútveginum. Ég get hins veg- ar á þessu stigi ekki upplýst að svo komnu máli í hverju sú sókn inn á sjávarútvegs- markaðinn felst, en það mun koma í ljós innan fárra mán- aða. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Daði Hreins son. Spennandi tímar framundan - segir Daði Hreinsson hjá Kemi ehf.,sem boðar aukna þjónustu við sjávarútveginn Óli Reynisson, sölustjóri hjá Kemi. Mynd: Sverrir Jónasson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.