Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 83
83
breyst. Nú prýða lífleg viðtöl
og greinar tímaritið sem von-
andi gerir það áhugavert langt
útfyrir hinn harða kjarna sjáv-
arútvegsins. Ekki veitir af.
Að halda trúverðugleikanum
Vandi allra fjölmiðla dagsins í
dag er að halda trúverð-
ugleika sínum. Hraðinn og
offorsið í fréttaflutningi nú-
tímans hafa illu heilli gert að
verkum að rangar og/eða vill-
andi upplýsingar breytast í
„staðreyndir“ sem tönglast er
á, jafnvel svo áratugum skipt-
ir. Þá er ekki síður áberandi
hversu vondar fréttir rata auð-
veldlega á forsíður og að-
alfréttatíma ljósvakamiðla.
Þrátt fyrir að við lifum á
miklu velmegunarskeiði, virð-
ist hvers kyns neikvæð um-
ræða, rétt eða röng, höfða til
einhverrar óseðjandi þarfar
okkar mannanna.
Sjávarútvegurinn fer svo
sannarlega ekki varhluta af
þessu. Svo virðist vera að
flestum sem standa utan sjáv-
arútvegsins en hafa áhuga á
honum, sýnist sem svo að
veiðimenn séu almennt að
murka lífið úr síðustu fisk-
unum, oft til þess eins að
kasta mörgum þeirra í hafið á
ný, ástundi ólöglegar veiðar
ásamt hvers kyns svindi og
svínaríi sem nöfnum tjáir að
nefna. Þessir aðilar virðast
ekki gera sér nokkra grein
fyrir því að með þessum raka-
lausa málflutningi eru þeir að
breikka gjánna milli þeirra
sem höfin nýta og annarra.
„Höfin á heljarþröm“
Þá er með ólíkindum hvernig
málefni sjávarútvegsins eru
höndluð í málflutningi fjöl-
margra umhverfissamtaka. Þar
fyrst tekur steininn úr. Varla
verður sá sem þetta skrifar
talinn mikill talsmaður botn-
trollsveiða, en jafnvel ég verð
orðlaus við að heyra fullyrð-
ingar af heimasíðu Grænfrið-
unga þess efnis að á fjögurra
sekúndna fresti sé hafsbotns-
svæði á stærð við tíu fótbolta-
velli eyðilagt með botntroll-
um. Allir sem starfa við fisk-
veiðar og hafa innsýn í þau
mál vita hverskonar regin
firra þetta er. En þannig er
það hinsvegar alls ekki meðal
fjölda þeirra sem fyrir utan
standa. Þeir trúa þessu eins
og nýju neti og fyllast jafnvel
skelfingu yfir því að „höfin
séu á heljarþröm“.
Mótvægi við endalausan böl-
móðinn
Vissulega eru ýmis vandamál
sem fiskveiðar heims glíma
við, víða má gera betur og
yfirleitt er vilji til slíkra hluta.
Því miður stendur takmörkuð
þekking á lífríki hafrýmisins
oft fyrir þrifum og þá ekki
síður að þar sem rannsóknir
eru stundaðar hefur illu heilli
skapast gjá milli fiskimanna
og vísindamanna.
Tímarit á borð við Ægi
geta gegnt hér mikilvægu
hlutverki. Með opinni umfjöll-
un um málefni sjávarútvegs-
ins og að geta þess sem vel
er gert skapar mótvægi við
endalausan bölmóðinn. Megi
afmælisbarninu vel farnast
um ókomna tíð!
Arthur Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Varla verður sá sem þetta skrifar talinn mikill
talsmaður botntrollsveiða, en jafnvel ég verð
orðlaus við að heyra fullyrðingar af heimasíðu
Grænfriðunga þess efnis að á fjögurra sekúndna
fresti sé hafsbotnssvæði á stærð við tíu
fótboltavelli eyðilagt með botntrollum.