Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 44
44
Í júní árið 1905 kom út fyrsta
tölublað tímaritsins Ægis eftir
alllanga meðgöngu. Um upp-
hafið kemur eftirfarandi fram
í ritstjórnargrein fyrsta blaðs-
ins: „Veturinn 1899 sendum
við, ritstjóri Skapti Jósepsson
á Seyðisfirði, boðsbréf út um
landið að fiskveiðiriti, sem við
höfðum í hyggju að gefa út en
af því að undirtektir urðu
daufar var hætt við fyrirtæk-
ið.“ Þannig ritar Matthías
Þórðarson frá Móum í fyrsta
blað Ægis. Ægir kom út nokk-
uð reglulega undir ritstjórn
Matthíasar Þórðarsonar fram
á árið 1909 en hlé varð á út-
gáfunni til ársins 1912, en þá
tók Fiskifélag Íslands, sem
stofnað var árið áður, við út-
gáfunni.
Megintilgangur og mark-
mið með útgáfu þessa tímarits
var að flytja fréttir og fróðleik
af íslenskum sjávarútvegi sem
á þeim árum var að þróast úr
ára- og seglskipum yfir í vél–
og tæknivæddan flota. Sé tek-
ið mið af eftirfarandi orðum
Gunnars Bjarnasonar, fyrrver-
andi skólameistara Vélskóla
Íslands, sem birtust í formála
að vélstjóratali árið 1974, hef-
ur greinilega ekki verið van-
þörf á almennum fróðleik um
útgerð tæknivæddra fiskiskipa
og hérlendan sjávarútveg á
árum.
„Löngu fyrir aldamótin síð-
ustu voru Íslendingar farnir
að kynnast erlendum, mest
enskum, vélknúnum fiskiskip-
um. Ekki voru þessi kynni
þeim hagkvæm, því að hinir
gufuknúnu togarar gerðu
mikinn usla með yfirgangi og
ullu oft miklu tjóni á veið-
arfærum landsmanna alveg
upp við landsteina. Þá þegar
komu fram raddir um, að
ekki dygði annað en við tækj-
um upp slíkar veiðiaðferðir,
öfluðum okkur togara. Þessar
hugmyndir áttu sér þó marga
og mikilsráðandi andmælend-
ur. Nú 70-80 árum seinna
þykir okkur næsta furðulegt,
að í hópi andmælenda voru
svo til allir útgerðarmenn,
skipstjórar og aðrir framá-
menn sjávarútvegsins. Um og
eftir aldamótin átti sú stefna
að taka upp nýjar veiði-
aðferðir með vélknúnum
skipum (togurum) nær enga
formælendur hér á landi,
enda var „nýsköpun“ fisk-
veiðiflota þeirra tíma í því
fólgin að fjölga seglskipum
(kútterum) til muna“.
Fiskifélagið sem gaf Ægi
út, allt þar til í upphafi árs
2001 þegar Athygli tók við út-
gáfunni, kappkostaði á hverj-
um tíma að flytja lesendum
sínun nýjustu og bestu upp-
lýsingar um fiskveiðar og
hina ýmsu tækni þeim
tengdri. Þó má fullyrða að
megin vettvangur blaðsins
hafi í gegnum árin verið sá að
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Helgi Laxdal, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Ungur í 100 ár
Hver man ekki eftir upplýsingum af afla síld-
arskipanna þegar síldveiðarnar hófust aftur
hér við land upp úr 1950 sem Ægir flutti
landsmönnum skýrt og skilmerkilega?