Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 35
35 Í þessu sambandi er gam- an að geta þess að Varðskip- ið Óðinn verður vettvangur uppákomu á Listahátíð í Reykjavík 11. maí nk. þegar Vatnadansmeyjafélagið Hrafn- hildur mun þar bregða upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir og saga hennar og samhengi verður viðrað á nýstárlegan hátt. Sigrún Magnúsdóttir segir að ekki hafi endanlega verið gengið frá því að Víkin-Sjó- minjasafn taki að sér umsjón með Varðskipinu Óðni, en í raun sé aðeins beðið eftir endanlegu svari fjármálaráð- herra varðandi fjárhagsstuðn- ing við þetta verkefni, en hann hafi nú þegar haft um það góð orð. Hafnaryfirvöld í Reykjavík hafa gefið vilyrði fyrir því að skipið fái legu við bryggju- kantinn framan við húsnæði Víkinnar. Hún segir verkefnið vera afar spennandi og væntir þess að það fái farsæla nið- urstöðu áður en langt um líð- ur. Við það er miðað að til þess að hafa umsjón með skipinu af hálfu sjóminjasafns- ins þyrfti að bæta við tveimur stöðugildum. Sýning um 90 ára sögu Reykjavíkurhafnar Á þessu ári verður áfram unn- ið að því að laga húsnæði Sjóminjasafnsins á Granda- garði. Ætlunin er að klæða húsið að utan og gera nýtt anddyri. Jafnframt verður sett upp ný sýning á neðri hæð- inni, þar sem níutíu ára sögu Reykjavíkurhafnar verða gerð skil. Meðal annars verður fjallað um gerð hafnarmann- virkja í Reykjavík, sem á sín- um tíma var gríðarlegt átak. Sýninguna er ætlunin að opna á afmælisdaginn sjálfan, 16. nóvember nk. „Við höfum þegar lagt mikla vinnu í þessa sýningu, sýningarstjórnin hef- ur unnið að henni síðan sl. haust, og það verður unnið markvisst að gerð sýning- arinnar alveg fram að opnun hennar í haust. Við erum líka spennt að sjá hvernig sýning- in kemur út í nýju sýning- arrými hér á neðri hæðinni, sem er vélarsalur frystihússins sem hér var.“ Uppbyggingarstarf Víkin – Sjóminjasafnið á þriggja ára afmæli 30. nóv- ember nk. Sigrún segir að ekki sé annað hægt en að vera vel sátt við þróun safn- sins og uppbyggingu þess. Um næstu áramót stefni í að safnið hafi yfir að ráða fjórum sýningarsölum, tveim 200 fer- metra sölum, einum 100 fer- metra og einum 400 fermetra sal og það gefi heilmikla möguleika í sýningarhaldi. „Staðsetning safnsins hér á Grandagarði er einstaklega góð, hún getur ekki verið betri. Í framtíðarskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir skemmtilegri gönguleið úr miðbænum hingað til okkar. Við getum engan veginn kvartað yfir aðsókninni og satt best að segja erum við oft undrandi á því hversu margir leggja leið sína til okkar. Við höfum ekki viljað leggja mik- inn kraft í að auglýsa safnið á meðan við erum í þessari uppbyggingu hér innanhúss. Hingað koma vissulega marg- ir Íslendingar, en útlending- arnir eru þó enn fleiri. Í jan- úar sl. voru heimsóknir inn á vefinn okkar um þrjú þúsund og bróðurpartur þeirra sem skoðuðu vefsíðuna voru út- lendingar. Auk sjálfs safnastarfsins er gaman að segja frá því að ýmis félagasamtök sækja í að halda fundi hér í safninu. Ég get í þessu sambandi nefnt lionsklúbba, ýmsa kvenna- klúbba og hér eru Kjölbáta- félagið og Íslenska vitafélagið með fundi í hverjum mán- uði,“ sagði Sigrún. Yfir sumarmánuðina hefur safnið verið opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11-17, en vetraropnunin hefur verið um helgar kl. 13-17. Sigrún segir að til greina komi að lengja vetraropnunartímann frá og með næstu áramótum, en um það hafi þó ekki verið tekin nein ákvörðun. S A G A N Starfsmenn Víkinnar – Sjóminjasafns í Reykjavík. Frá vinstri: Helgi M. Sigurðsson, Sigrún Ólafsdóttir, Eiríkur Jörundarson, Sól- veig Nielsen og fremst er Sigrún Magnúsdóttir. Myndir: Sverrir Jónasson. Flest bendir til þess að varðskipið Óð- inn, sem nú liggur bundinn við bryggju í Reykjavík, verði í raun hluti af Víkinni – Sjóminjasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.