Ægir - 01.03.2007, Side 35
35
Í þessu sambandi er gam-
an að geta þess að Varðskip-
ið Óðinn verður vettvangur
uppákomu á Listahátíð í
Reykjavík 11. maí nk. þegar
Vatnadansmeyjafélagið Hrafn-
hildur mun þar bregða upp
táknmyndum af konunni
gegnum árþúsundir og saga
hennar og samhengi verður
viðrað á nýstárlegan hátt.
Sigrún Magnúsdóttir segir
að ekki hafi endanlega verið
gengið frá því að Víkin-Sjó-
minjasafn taki að sér umsjón
með Varðskipinu Óðni, en í
raun sé aðeins beðið eftir
endanlegu svari fjármálaráð-
herra varðandi fjárhagsstuðn-
ing við þetta verkefni, en
hann hafi nú þegar haft um
það góð orð.
Hafnaryfirvöld í Reykjavík
hafa gefið vilyrði fyrir því að
skipið fái legu við bryggju-
kantinn framan við húsnæði
Víkinnar. Hún segir verkefnið
vera afar spennandi og væntir
þess að það fái farsæla nið-
urstöðu áður en langt um líð-
ur. Við það er miðað að til
þess að hafa umsjón með
skipinu af hálfu sjóminjasafns-
ins þyrfti að bæta við tveimur
stöðugildum.
Sýning um 90 ára sögu
Reykjavíkurhafnar
Á þessu ári verður áfram unn-
ið að því að laga húsnæði
Sjóminjasafnsins á Granda-
garði. Ætlunin er að klæða
húsið að utan og gera nýtt
anddyri. Jafnframt verður sett
upp ný sýning á neðri hæð-
inni, þar sem níutíu ára sögu
Reykjavíkurhafnar verða gerð
skil. Meðal annars verður
fjallað um gerð hafnarmann-
virkja í Reykjavík, sem á sín-
um tíma var gríðarlegt átak.
Sýninguna er ætlunin að opna
á afmælisdaginn sjálfan, 16.
nóvember nk. „Við höfum
þegar lagt mikla vinnu í þessa
sýningu, sýningarstjórnin hef-
ur unnið að henni síðan sl.
haust, og það verður unnið
markvisst að gerð sýning-
arinnar alveg fram að opnun
hennar í haust. Við erum líka
spennt að sjá hvernig sýning-
in kemur út í nýju sýning-
arrými hér á neðri hæðinni,
sem er vélarsalur frystihússins
sem hér var.“
Uppbyggingarstarf
Víkin – Sjóminjasafnið á
þriggja ára afmæli 30. nóv-
ember nk. Sigrún segir að
ekki sé annað hægt en að
vera vel sátt við þróun safn-
sins og uppbyggingu þess.
Um næstu áramót stefni í að
safnið hafi yfir að ráða fjórum
sýningarsölum, tveim 200 fer-
metra sölum, einum 100 fer-
metra og einum 400 fermetra
sal og það gefi heilmikla
möguleika í sýningarhaldi.
„Staðsetning safnsins hér á
Grandagarði er einstaklega
góð, hún getur ekki verið
betri. Í framtíðarskipulagi
svæðisins er gert ráð fyrir
skemmtilegri gönguleið úr
miðbænum hingað til okkar.
Við getum engan veginn
kvartað yfir aðsókninni og
satt best að segja erum við oft
undrandi á því hversu margir
leggja leið sína til okkar. Við
höfum ekki viljað leggja mik-
inn kraft í að auglýsa safnið á
meðan við erum í þessari
uppbyggingu hér innanhúss.
Hingað koma vissulega marg-
ir Íslendingar, en útlending-
arnir eru þó enn fleiri. Í jan-
úar sl. voru heimsóknir inn á
vefinn okkar um þrjú þúsund
og bróðurpartur þeirra sem
skoðuðu vefsíðuna voru út-
lendingar.
Auk sjálfs safnastarfsins er
gaman að segja frá því að
ýmis félagasamtök sækja í að
halda fundi hér í safninu. Ég
get í þessu sambandi nefnt
lionsklúbba, ýmsa kvenna-
klúbba og hér eru Kjölbáta-
félagið og Íslenska vitafélagið
með fundi í hverjum mán-
uði,“ sagði Sigrún.
Yfir sumarmánuðina hefur
safnið verið opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 11-17,
en vetraropnunin hefur verið
um helgar kl. 13-17. Sigrún
segir að til greina komi að
lengja vetraropnunartímann
frá og með næstu áramótum,
en um það hafi þó ekki verið
tekin nein ákvörðun.
S A G A N
Starfsmenn Víkinnar – Sjóminjasafns í Reykjavík. Frá vinstri: Helgi M. Sigurðsson, Sigrún Ólafsdóttir, Eiríkur Jörundarson, Sól-
veig Nielsen og fremst er Sigrún Magnúsdóttir. Myndir: Sverrir Jónasson.
Flest bendir til þess að varðskipið Óð-
inn, sem nú liggur bundinn við bryggju
í Reykjavík, verði í raun hluti af Víkinni
– Sjóminjasafni.