Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 103
103
annars vegar til viðurkenning-
ar á óbreyttum rétti hans sem
eiganda sjávarjarðarinnar
Horns til einkaréttar til fisk-
veiða á sérgreindum miðum
utan netlaga, sem tilheyrt hafa
jörðinni í ómuna tíð, og hins
vegar til viðurkenningar á
hlutdeild jarðarinnar Horns
sem sjávarjarðar í sjávarauð-
lindinni í heild. Óumdeilt er
að tiltekin fiskimið hafa um
aldir tilheyrt einstökum jörð-
um, einni eða fleiri, og haft
einkarétt til fiskveiðar á þeim
miðum og útilokað að aðrir
gætu veitt á þeim miðum.
Stefnandi telur rétt þennan
ekki hafa fallið niður. Um
réttinn til hlutdeildar í sjáv-
arauðlindinni minnir stefn-
andi á, að nytjastofnar á Ís-
landsmiðum eiga m.a. upp-
runa sinn í netlögum sjáv-
arjarða eins og Horns. Með l.
nr. 85/2002 var samþykkt að
leggja á veiðigjald fyrir veiði-
heimildir, sem veittar eru á
grundvelli laga um fiskveiði-
stjórnun. Stefnandi telur sig
eiga hlutdeild í auðlind þess-
ari og áskilur sér rétt til að
höfða mál til viðurkenningar
á rétti sínum til þeirrar hlut-
deildar.“
Erum ekki að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur
„Ég geri mér grein fyrir því að
þetta getur orðið þungur róð-
ur, við eigum í baráttu við
stóran andstæðing. Ríkið mun
reyna að ná sínu fram, sam-
anber þjóðlendumál. Hvað
viðvíkur netlögum er hins
vegar eignarrétturinn betur og
öruggar skilgreindur í lands-
lögum. Svo hefur ríkið verið
að fá á sig ákúrur frá alþjóða-
dómstólum vegna framgöngu
sinnar, þannig að kannski
fara menn að hugsa um gagn-
kvæman rétt borgaranna og
að allir eigi að vera jafnir fyrir
lögunum. En það er engin
spurning að þetta verður
mjög áhugavert mál og hvern-
ig svo sem það fer á ég fast-
lega von á að það fari upp í
Hæstarétt,“ sagði Ómar Ant-
onsson í samtali við Ægi.
„Ég geri mér vonir um að
þetta mál leiði til þeirrar nið-
urstöðu að við fáum netlögin
afhent aftur og tiltölulegan
eignarrétt okkar í sjávarauð-
lindinni í heild. Það má búast
við að ríkið vísi til vernd-
arréttar – þ.e. að kvótinn hafi
verið settur á til þess að
vernda fiskistofnana. Það get-
ur ekki svipt menn eignum
nema afar tímabundið. En
hins vegar er ekkert réttlæti í
því að við megum ekkert
veiða í samræmi við eign-
arrétt okkar. Það hlýtur að
eiga jafnt yfir alla að ganga í
þeim efnum,“ segir Ómar
Antonsson.
S J Á V A R J A R Ð I R
„Ég geri mér vonir um að þetta mál leiði til þeirrar niðurstöðu að við fáum netlög-
in afhent aftur og tiltölulegan eignarrétt okkar í sjávarauðlindinni í heild.,“ segir
Ómar Antonsson. Mynd: Bændablaðið.
Vinsamlegst hafi ð samband við
Friðbjörn í síma 430 3743 eða
840 3743, fax 430 3746
e-mail: fridbjorn@fmis.is,
eða
Örvar í síma 430 3747 eða
840 3747, e-mail: orvar@fmis.is
Ingólfur Gissurarson löggiltur fasteigna-
og skipasali, Kristinn Kolbeinsson
viðskiptafræðingur og löggiltur fateigna-
og skipasali.
Verið velkomin á nýju
heimasíðuna okkar
www.fmis.is
HEIMILI KVÓTANS
• Önnumst sölu á öllum
gerðum skipa og báta
með eða án
hlutafélags.
• Vantar afl ahlutdeild
Ákveðin sala
• Vantar krókaafl a-
hlutdeild
Ákveðin sala