Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 42
42
að fram komi hvers konar
mat á stofnstærð og afrakstri
liggur fyrir því óneitanlega
felst meiri áhætta í stjórnunar-
aðgerðum sem hvíla á léleg-
um upplýsingum samanborið
við þær sem hvíla á traustu
mati. Þannig skiptir máli hvort
stofnar séu metnir á grund-
velli áreiðanlegra gagna, vel
skilgreindra reiknilíkana og á
grundvelli vel ígrundaðrar
fyrirfram ákveðinnar langtíma
nýtingarstefnu eða á grund-
velli lélegra gagna og lítt skil-
greindra aðferða eða stefnu.
Þar sem mikill gagnaskortur
er, eru matsaðferðir eðlilega
frumstæðar og er ástæða til
að draga athygli að því í út-
víkkaðri ráðgjöf enda þá
meiri varúðar þörf við stjórn-
un veiða og við aðra ákvarð-
anatöku.
Áhrif veiða á marktegund,
brottkast og óbeinan
veiðidauða
Til að kortleggja áhrif veiða á
viðkomandi marktegund (þ.e.
þá tegund sem sóknin beinist
að, gjarnan skipt eftir veið-
arfæri og svæðum) og stöðu
þekkingar, væri hægt að
hugsa sér að nota huglæga
matsaðferð eins og sýnd er á
myndum 1a og 1b. Í hverju
tilviki yrðu áhrif veiðanna á
marktegundina metin (áhrif á
stofnstærð, samsetningu
stofns, viðkomu, útbreiðslu
og erfðasamsetningu) þar
sem gefin yrði einkunn frá 0
(ekkert veiðiálag) til 10 (mjög
mikið veiðiálag). Síðan væri
hægt að kortleggja aðra mik-
ilvæga þætti með einfaldri
huglægri flokkun, t.d. í þrjá
flokka, þar sem grænt gæfi til
kynna hvort viðkomandi þátt-
ur væri í lagi eða honum ekki
ábótavant, gult kallaði á
nokkra aðgæslu eða lýsti
skorti á gögnum og/eða frek-
ari greiningu án þess að sér-
stök eða greinanleg hætta
væri á ferð, og rautt gæfi til
kynna að þörf væri á veru-
legri varúð, að upplýsingar
skorti og/eða að vísbendingar
væru um slæmt ástand. Þó
svo að unnt sé að gefa hug-
lægar einkunnir eins og hér
hefur verið lýst, er auðvitað
æskilegt að búnir séu til
gagnsæir vel skilgreindir
mælikvarðar þar sem því
verður við komið, enda gagn-
semi kerfisins mun meira ef
þættir eru magnlega metnir.
Mikilvægt er því að vinna
markvisst að þessu svo kerfið
gefi sem gleggsta mynd af
stöðu mála.
Með þessu vinnulagi væri
skoðað hvort fyrir lægi mat á
viðkomandi þætti, hvort
regluleg vöktun á honum sé í
gangi, ef gögn eða mat skort-
ir, hvort hægt sé að segja til
um það hvort það skipti máli
varðandi þessa veiði eða
ekki. Að lokum yrði skráð
hvort aðgerða sé þörf, þ.e.
hvort ástandsmatið kalli á við-
bótar rannsókn, eða hvort
þörf sé sérstakrar árvekni og/
eða aðgerða stjórnvalda varð-
andi viðkomandi veiði. Þann-
ig fengist með einföldum
hætti hugmynd um stöðu við-
komandi stofns m.t.t. ástands
hans, þekkingarstigs og þess
hvort þörf sé sérstakra að-
gerða til að tryggja sjálfbærni
veiðanna.
Með sama hætti yrðu áhrif
veiða á marktegund á brott-
kast sömu tegundar skoðað,
áhrif þessara veiða á brottkast
á öðrum tegundum og einnig
óbeinn fiskdauði (fiskur sem
drepst en kemur ekki um
borð) sem fylgir veiðunum.
Á mynd 1a er til skýringar
eðli málsins ímyndað dæmi
um þorskveiðar í botnvörpu
á Íslandsmiðum, þar sem
mestu máli skiptir að veiði-
álag hefur verið mikið um
langan tíma og mikilvægt er
að stjórnvöld grípi til aðgerða
til að tryggja aukinn langtíma
afrakstur stofnsins. Hér eru
áhrif þorskveiðanna á þorsk-
stofninn mikil, vitneskjan eða
matið á ástandi hans er í lagi,
einnig vöktun stofnsins, en
þörf er fiskveiðistjórnunar að-
gerða. Varðandi brottkast á
þorski og brottkast á öðrum
tegundum og óbeinan fisk-
dauða í þessari veiði, gætu
áhrifin að því er virðist talist
frekar lítil, þekkingin er
sæmileg á þessu þó vöktun
sé lítil (nema hvað þorsk
varðar). Æskilegt er að stjórn-
völd séu á varðbergi gagnvart
hugsanlegu brottkasti á þorski
og að rannsakað verði nánar
um brottkast á öðrum teg-
undum og óbeinan fisk-
dauða.
Mynd 1b sýnir til skýringar
sambærilegt ímyndað dæmi
fyrir nótaveiðar á síld. Þar
sem veiðiálag á síld hefur
verið afar hóflegt síðustu ára-
tugina eru bein áhrif síldveið-
anna á stofninn tiltölulega lít-
il. Síldin er líka allvel rann-
sökuð, nema erfðasamsetning
stofnsins, sem nánast ekkert
hefur verið könnuð. Vegna
breyttrar útbreiðslu síldar
undanfarin ár, mætti bæta úr
með rannsókn þar á, en al-
mennt talað er ekki þörf sér-
stakra aðgerða stjórnvalda
varðandi veiðar á þessum
stofni, allavega saman borið
við þorskveiðarnar. Sama
gildir um áhrif síldveiðanna á
brottkast síldar, brottkast ann-
arra fisktegunda eða óbeinan
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Þorskstofninn
8Stofnstærð
8
Aldurs-/lengdar-
/kynjahlutföll
8Viðkomugetu
O5Útbreiðslu
O5Erfðasamsetningu
5Brottkast á þorski
O5
Brottkast á öðrum
tegundum
O5
Óbeinn fiskveiðidauði á þorski og
öðrum tegundum
Fiskveiði-
stjórnun
Mat/
Áætlun
Skiptir
ekki
Máli
Skiptir
máli
Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktað
reglulega
Mat/
Áætlun
fyrir-
liggjandi
Mikil
eða
lítil
áhrif
Áhrif
þorskveiðanna á:
Tegund: Þorskur
Undirflokkur: Botnvarpa
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við
Mynd 1A
Síldarstofninn
6Stofnstærð
6
Aldurs-/stærðar-/kynjahlutfall
og samsetningu
6Viðkomugetu
3Útbreiðslu
O3Erfðasamsetningu
2Brottkast síldar
1Brottkast – aðrar tegundir
1
Óbeinn fiskveiðidauði síldar og
annarra tegunda
Fiskveiði-
stjórnunMat/áætlun
Skiptir
ekki máli
Skiptir
máli
Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktað
reglulega
Mat eða
áætlun
til
staðar
Mikil
/lítil
áhrif
Áhrif síldveiðanna
á:
Tegund: Sumargotssíld
Undirflokkur: Nótaveiðar
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við
Mynd 1B
Mynd 1. Skýringardæmi um hvernig mætti flokka áhrif þorskveiða í botnvörpu (A) og síldveiða í nót (B) á viðkomandi fiskistofna, brottkast og óbeinan fiskidauða við
reglubundnar úttektir á þessum fiskistofnum.
Vistkerfisnálgunin er því aðeins tækifæri fyrir
okkur Íslendinga til að halda forystunni og gera
enn betur en við höfum gert á liðnum árum. Líklegt
er að með þessu takist okkur að ganga betur um
auðlindina, sem ætti að skila betri afrakstri fiski-
stofnanna til langs tíma litið.“
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, h tta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við