Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 16
16
Það hefur verið í mörg horn að
líta að undanförnu hjá starfs-
mönnum Bátasmiðjunnar
Seiglu. Stór verkefni verið í
vinnslu og auk þess hefur
starfsemi bátasmiðjunnar ver-
ið flutt á síðustu mánuðum af
höfuðborgarsvæðinu norður
yfir heiðar til Akureyrar, þar
sem byggt hefur verið nýtt hús
utan um starfsemina. Eitt
stykki fyrirtæki sem sagt flutt
frá höfuðborgarsvæðinu út á
land með „manni og mús“,
eins og það er stundum orð-
að. Siglt á móti straumnum,
myndi kannski einhver segja,
enda hefur þróunin verið sú á
undanförnum árum að fólk
hefur flutt af landsbyggðinni á
höfuðborgarsvæðið.
Þegar blaðamaður sótti
Seiglufólk heim í nýja hús-
næðið á Akureyri undir lok
mars var í mörg horn að líta.
„Þetta er ekki allt orðið eins
og það á að vera, en það
kemur að því að þetta klár-
ast,“ sagði Hrönn Ásgeirsdótt-
ir, sem er einn eigenda Seiglu
og annast skrifstofuhald fyr-
irtækisins, og vísaði hún til
þess að iðnaðarmenn voru á
fullu við að ganga frá kaffi-
aðstöðu, skrifstofurými og
fleira. En vinnslusalurinn var
kominn í fulla nýtingu og þar
var nóg að gera.
Á síðasta ári var tekin um
það ákvörðun að flytja Seiglu
norður til Akureyrar í kjölfar
þess að Estia, sem á m.a.
Slippinn á Akureyri og DNG,
keypti 49% hlut í fyrirtækinu,
en eftir sem áður eru stofn-
endur Seiglu, Sigurjón Ragn-
arsson og Sverrir Bergsson,
og eiginkonur þeirra, meiri-
hlutaeigendur í fyrirtækinu,
nú með 51% hlutafjár. Eftir
sem áður starfa þau Hrönn,
Sigurjón og Sverrir áfram hjá
Seiglu.
Þrír 1250 bátar frá Seiglu
„Það má segja að við höfum
byrjað starfsemi hér fyrir
norðan sl. sumar í bráða-
birgðahúsnæði, en hér í þessu
nýja húsi hófst starfsemin í
kringum 20. febrúar og núna
í apríl verður hún öll komin
hingað norður,“ sagði Hrönn.
Nokkrir starfsmenn voru
að störfum hjá Seiglu í
Reykjavík framundir páska, á
meðan lokið var við nokkur
verkefni þar, fyrst og fremst
Óla Gísla GK-112, tæplega 15
tonna 1250 bát fyrir Sjávarmál
í Sandgerði. Þessi bátur er ná-
kvæmlega eins og Konni Júl
GK, sem Seigla smíðaði og
afhenti í september á síðasta
ári. Óli Gísla er afar fullkom-
inn og ríkulega búinn yf-
irbyggður bátur í krókaafla-
markskerfinu, m.a. með ísk-
rapavél, beitningarvél og
ljósavél.
Þriðji báturinn af þessari
gerð er nú verið að smíða hjá
Seiglu á Akureyri fyrir útgerð
í Þorlákshöfn.
22 sportfiskibátar í smíðum
Hrönn Ásgeirsdóttir segir afar
mikið að gera þessa dagana
og því verði kærkomið þegar
allur mannskapurinn verði
kominn norður og geti ein-
hent sér í þau verkefni sem
B Á T A S M Í Ð I
Seigla komin í fullt
skrið á Akureyri
- meðal verkefna um þessar mundir eru 22 frístundabátar
Seigla framleiðir þessa dagana á færibandi 22 frístundabáta, sem verða notaðir
til sjóstangaveiði fyrir ferðamenn.
Skrokkur af nýjum tæplega 15 tonna bát, sem Seigla er að smíða fyrir útgerð í
Þorlákshöfn.
Sigurjón Ragnarsson, einn eigenda Seiglu, er hæstánægður með nýtt sérhannað
húsnæði fyrir starfsemi fyrirtækisins.