Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Síða 16

Ægir - 01.03.2007, Síða 16
16 Það hefur verið í mörg horn að líta að undanförnu hjá starfs- mönnum Bátasmiðjunnar Seiglu. Stór verkefni verið í vinnslu og auk þess hefur starfsemi bátasmiðjunnar ver- ið flutt á síðustu mánuðum af höfuðborgarsvæðinu norður yfir heiðar til Akureyrar, þar sem byggt hefur verið nýtt hús utan um starfsemina. Eitt stykki fyrirtæki sem sagt flutt frá höfuðborgarsvæðinu út á land með „manni og mús“, eins og það er stundum orð- að. Siglt á móti straumnum, myndi kannski einhver segja, enda hefur þróunin verið sú á undanförnum árum að fólk hefur flutt af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Þegar blaðamaður sótti Seiglufólk heim í nýja hús- næðið á Akureyri undir lok mars var í mörg horn að líta. „Þetta er ekki allt orðið eins og það á að vera, en það kemur að því að þetta klár- ast,“ sagði Hrönn Ásgeirsdótt- ir, sem er einn eigenda Seiglu og annast skrifstofuhald fyr- irtækisins, og vísaði hún til þess að iðnaðarmenn voru á fullu við að ganga frá kaffi- aðstöðu, skrifstofurými og fleira. En vinnslusalurinn var kominn í fulla nýtingu og þar var nóg að gera. Á síðasta ári var tekin um það ákvörðun að flytja Seiglu norður til Akureyrar í kjölfar þess að Estia, sem á m.a. Slippinn á Akureyri og DNG, keypti 49% hlut í fyrirtækinu, en eftir sem áður eru stofn- endur Seiglu, Sigurjón Ragn- arsson og Sverrir Bergsson, og eiginkonur þeirra, meiri- hlutaeigendur í fyrirtækinu, nú með 51% hlutafjár. Eftir sem áður starfa þau Hrönn, Sigurjón og Sverrir áfram hjá Seiglu. Þrír 1250 bátar frá Seiglu „Það má segja að við höfum byrjað starfsemi hér fyrir norðan sl. sumar í bráða- birgðahúsnæði, en hér í þessu nýja húsi hófst starfsemin í kringum 20. febrúar og núna í apríl verður hún öll komin hingað norður,“ sagði Hrönn. Nokkrir starfsmenn voru að störfum hjá Seiglu í Reykjavík framundir páska, á meðan lokið var við nokkur verkefni þar, fyrst og fremst Óla Gísla GK-112, tæplega 15 tonna 1250 bát fyrir Sjávarmál í Sandgerði. Þessi bátur er ná- kvæmlega eins og Konni Júl GK, sem Seigla smíðaði og afhenti í september á síðasta ári. Óli Gísla er afar fullkom- inn og ríkulega búinn yf- irbyggður bátur í krókaafla- markskerfinu, m.a. með ísk- rapavél, beitningarvél og ljósavél. Þriðji báturinn af þessari gerð er nú verið að smíða hjá Seiglu á Akureyri fyrir útgerð í Þorlákshöfn. 22 sportfiskibátar í smíðum Hrönn Ásgeirsdóttir segir afar mikið að gera þessa dagana og því verði kærkomið þegar allur mannskapurinn verði kominn norður og geti ein- hent sér í þau verkefni sem B Á T A S M Í Ð I Seigla komin í fullt skrið á Akureyri - meðal verkefna um þessar mundir eru 22 frístundabátar Seigla framleiðir þessa dagana á færibandi 22 frístundabáta, sem verða notaðir til sjóstangaveiði fyrir ferðamenn. Skrokkur af nýjum tæplega 15 tonna bát, sem Seigla er að smíða fyrir útgerð í Þorlákshöfn. Sigurjón Ragnarsson, einn eigenda Seiglu, er hæstánægður með nýtt sérhannað húsnæði fyrir starfsemi fyrirtækisins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.