Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 38
38
Á 100 ára afmæli Ægis er ekki
úr vegi að líta yfir farinn veg í
haf- og fiskirannsóknum, svo
mjög er saga rannsóknanna
ofin sögu tímaritsins sem
lengst af var gefið út af Fiski-
félagi Íslands. Þá er óhætt að
segja að það frumkvöðlastarf
sem unnið var af upphafs-
mönnum Fiskifélagsins, hafi
lagt grunninn að starfsemi
Hafrannsóknastofnunarinnar í
dag.
Það er hins vegar ekki síð-
ur við hæfi á þessum tíma-
mótum að líta fram á veginn.
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir nýjum áherslum í rann-
sóknum og ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunarinnar, sem far-
ið er að gæta í starfseminni
og mun gæta í vaxandi mæli
á næstu árum. En fyrst lít-
illega um sögu stofnunarinnar
og forvera hennar Fiskideild
Atvinnudeildar Háskóla Ís-
lands og þær áherslur í rann-
sóknum sem uppi hafa verið
frá stofnun Fiskideildarinnar
fyrir 70 árum og frá tilkomu
Hafrannsóknastofnunarinnar
árið 1965.
Áherslur í starfseminni und-
anfarna áratugi
Árið 1931 hófust fiskirann-
sóknir á vegum Fiskifélags Ís-
lands. Þá réðist Árni Friðriks-
son til starfa og veitti hann
forstöðu fiskirannsóknunum
til ársins 1937, en það ár var
Fiskideild Atvinnudeildar Há-
skólans stofnuð. Í fyrstu
beindist starfsemin að athug-
unum á helstu nytjastofnum
landsmanna, en eftir síðari
heimsstyrjöldina hófust kerf-
isbundnar sjó- og áturann-
sóknir og rannsóknir á
plöntusvifi hófust 1958. Árið
1965 var Fiskideildin lögð
niður og Hafrannsóknastofn-
unin sett á laggirnar. Upp úr
1970 voru gerðar víðtækar
rannsóknir á áhrifum mis-
munandi möskvastærðar á
aflasamsetningu og um 1975
hófust síðan kerfisbundnar
rannsóknir á veiðarfærum og
jarðfræði hafsbotnsins. Jafnan
var fylgst með ástandi helstu
nytjastofna og reynt að segja
fyrir um sveiflur í afla. Lögð
var áhersla á að meta áhrif
veiða á þorskstofninn, enda
voru það mikilvæg rök í allri
umræðu um stækkun fisk-
veiðilögsögunnar á árunum
1952-1975.
Það má segja að starfsemin
frá lokum seinni heimsstyrj-
aldarinnar og allt fram yfir
miðjan áttunda áratuginn hafi
einkennst af þeirri miklu
áherslu sem þá var lögð á
fiskileit og leit að nýjum fiski-
miðum. Átti þetta mjög mik-
inn þátt í ört vaxandi síldveið-
um fram yfir miðjan sjöunda
áratuginn, upphafi loðnu-
veiða og veiða á ýmsum teg-
undum hryggleysingja upp úr
1970. Á áttunda áratugnum
urðu þáttaskil í íslenskum
fiskirannsóknum. Hafrann-
sóknastofnunin birti skýrslu
um bágt ástand fiskstofna á
Íslandsmiðum sem leiddi til
mikillar umræðu um stjórn
fiskveiða og hagkvæma nýt-
ingu fiskstofna. Frá árinu
1978 hefur stofnunin árlega
birt skýrslu um ástand nytja-
stofna og lagt fram tillögur
um hámarksafla úr helstu
nytjastofnum, sem mjög hefur
sett mark sitt á starfsemina.
Frá stofnun Hafrannsókna-
stofnunarinnar árið 1965 hafa
því orðið gífurlegar breyting-
ar á starfseminni. Mesta breyt-
ingin felst í því að segja má
að horfið hafi verið frá fiski-
leit og að sjálfbær nýting
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
Frá fiskileit til
vistkerfisnálgunar
við stjórn fiskveiða
- breyttar áherslur í haf- og fiskirannsóknum
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Í baksýn er Skúlagata 4, þar sem Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsráðuneytið eru
til húsa. Mynd: Einar Ásgeirsson