Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 38

Ægir - 01.03.2007, Side 38
38 Á 100 ára afmæli Ægis er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg í haf- og fiskirannsóknum, svo mjög er saga rannsóknanna ofin sögu tímaritsins sem lengst af var gefið út af Fiski- félagi Íslands. Þá er óhætt að segja að það frumkvöðlastarf sem unnið var af upphafs- mönnum Fiskifélagsins, hafi lagt grunninn að starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar í dag. Það er hins vegar ekki síð- ur við hæfi á þessum tíma- mótum að líta fram á veginn. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nýjum áherslum í rann- sóknum og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar, sem far- ið er að gæta í starfseminni og mun gæta í vaxandi mæli á næstu árum. En fyrst lít- illega um sögu stofnunarinnar og forvera hennar Fiskideild Atvinnudeildar Háskóla Ís- lands og þær áherslur í rann- sóknum sem uppi hafa verið frá stofnun Fiskideildarinnar fyrir 70 árum og frá tilkomu Hafrannsóknastofnunarinnar árið 1965. Áherslur í starfseminni und- anfarna áratugi Árið 1931 hófust fiskirann- sóknir á vegum Fiskifélags Ís- lands. Þá réðist Árni Friðriks- son til starfa og veitti hann forstöðu fiskirannsóknunum til ársins 1937, en það ár var Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans stofnuð. Í fyrstu beindist starfsemin að athug- unum á helstu nytjastofnum landsmanna, en eftir síðari heimsstyrjöldina hófust kerf- isbundnar sjó- og áturann- sóknir og rannsóknir á plöntusvifi hófust 1958. Árið 1965 var Fiskideildin lögð niður og Hafrannsóknastofn- unin sett á laggirnar. Upp úr 1970 voru gerðar víðtækar rannsóknir á áhrifum mis- munandi möskvastærðar á aflasamsetningu og um 1975 hófust síðan kerfisbundnar rannsóknir á veiðarfærum og jarðfræði hafsbotnsins. Jafnan var fylgst með ástandi helstu nytjastofna og reynt að segja fyrir um sveiflur í afla. Lögð var áhersla á að meta áhrif veiða á þorskstofninn, enda voru það mikilvæg rök í allri umræðu um stækkun fisk- veiðilögsögunnar á árunum 1952-1975. Það má segja að starfsemin frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar og allt fram yfir miðjan áttunda áratuginn hafi einkennst af þeirri miklu áherslu sem þá var lögð á fiskileit og leit að nýjum fiski- miðum. Átti þetta mjög mik- inn þátt í ört vaxandi síldveið- um fram yfir miðjan sjöunda áratuginn, upphafi loðnu- veiða og veiða á ýmsum teg- undum hryggleysingja upp úr 1970. Á áttunda áratugnum urðu þáttaskil í íslenskum fiskirannsóknum. Hafrann- sóknastofnunin birti skýrslu um bágt ástand fiskstofna á Íslandsmiðum sem leiddi til mikillar umræðu um stjórn fiskveiða og hagkvæma nýt- ingu fiskstofna. Frá árinu 1978 hefur stofnunin árlega birt skýrslu um ástand nytja- stofna og lagt fram tillögur um hámarksafla úr helstu nytjastofnum, sem mjög hefur sett mark sitt á starfsemina. Frá stofnun Hafrannsókna- stofnunarinnar árið 1965 hafa því orðið gífurlegar breyting- ar á starfseminni. Mesta breyt- ingin felst í því að segja má að horfið hafi verið frá fiski- leit og að sjálfbær nýting Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R Frá fiskileit til vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða - breyttar áherslur í haf- og fiskirannsóknum Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson. Í baksýn er Skúlagata 4, þar sem Hafrannsóknastofnunin og sjávarútvegsráðuneytið eru til húsa. Mynd: Einar Ásgeirsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.