Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 43

Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 43
43 dauða. Þó þessir þættir séu ekki reglulega vaktaðir, benda athuganir til að áhrif þessa séu ekki mikil og ekki sérstakra aðgerða þörf. Áhrif veiða á vistkerfið og búsvæði Á myndum 2a og 2b eru sýnd ímynduð dæmi þar sem kort- lagt er hver áhrif veiðanna á þorski og síld eru á vistkerf- ishluta eftir tegundum lífvera, stofnum eða samfélagi, t.d. botndýr, dýrasvif, fugla, sjáv- arspendýr og fiskistofna. Hér er verkefnið kannski í fyrstu ekki síst að kortleggja hvort til séu rannsóknir og upplýs- ingar um þessa þætti og hvort með grófri nálgun megi segja eitthvað til um það hvort ætl- uð áhrif séu mikil eða lítil. Þá yrðu hér til skoðunar ætluð áhrif veiðanna á búsvæði fiska, t.d. viðkvæm hrygning- ar- og uppeldissvæði á botni eða ofar í sjónum. Einnig áhrif veiðanna á viðkvæm búsvæði á botni, svo sem líf- ríki á hörðum botni eða á kórallasvæðum. Hér þarf að átta sig á hvort búsvæðin séu kortlögð, hvort hugsanleg áhrif séu metin og hvort verndunaraðgerðir séu í gangi eða þeirra þörf. Ljóst er að ætluð áhrif þessara tilteknu þorskveiða (mynd 2a) á vistkerfishluta eða búsvæði eru almennt minni en beinu áhrifin á þorskstofninn þó rannsókn og vöktun sé verulega ábótavant. Að sinni kallar þetta að því er virðist ekki á neinar sérstakar aðgerðir stjórnvalda. Áhrifin virðast enn minni varðandi síldveið- arnar (mynd 2b), þó rétt sé að hafa í huga að rannsóknir og vöktun á þessum þáttum eru afar takmarkaðar. Aðrir þættir Eðlilegt er að við kerf- isbundna skoðun á þáttum sem snerta vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða þegar ein- stakir fiskistofnar eru metnir eins og að framan er lýst, séu nokkur atriði til viðbótar kort- lögð. Þar til kæmi skoðun á þáttum er varða fæðugögn og líkangerð; eru gögn fyrirliggj- andi um fæðuval og fæðuþörf viðkomandi fiskistofns og hafa verið gerð líkön sem lýsa fæðutengslum viðkom- andi fiskistofns? Eins væri ástæða til að huga sérstaklega að því hvort breytingar á um- hverfisskilyrðum snerta sér- staklega aðstæður og lífs- möguleika viðkomandi fiski- stofns. Þarf t.d. að taka sér- stakt tilliti til slíks við mat á ástandi og horfum fyrir við- komandi stofn, t.d. vegna breyttrar útbreiðslu hans? Að lokum væri skynsam- legt að kortleggja með skipu- legum hætti veiðirekstrarlega þætti, sem kunna að hafa áhrif á veiðimynstur og sókn, t.d. breytingar á veiðarfæra- notkun, breytt veiðarfæri, möskvastærð og markaðs- aðstæður, sem geta hæglega haft mikil áhrif á sókn í við- komandi fiskistofn eða stofn- hluta. Lokaorð Viðfangsefni haf- og fiski- rannsóknanna og eðli ráðgjaf- ar til stjórnvalda og sjávarút- vegsins þarf ávallt að taka mið af þörfum og aðstæðum á hverjum tíma. Miklar breyt- ingar hafa orðið í þessu sam- bandi á undanförnum áratug- um. Megin viðfangsefnin hafa færst frá fiskileit og lýsingu grunnþátta umhverfisað- stæðna á Íslandsmiðum til vöktunar og rannsókna á af- rakstri einstakra fiskistofna til að tryggja hæfilega nýtingu og vernd þeirra. Sú aðferðafræði sem hér hef- ur verið kynnt, og er enn í mótun, er viðleitni til að svara kalli tímans um breyttar áherslur í rannsóknum í takt við kröfu um heildstæðari stjórnun veiða og sjálfbæra nýtingu fiskimiðanna við Ís- land. Efnistök í þessum anda munu beina sjónum vísinda- manna að þáttum sem varða vistkerfisnálgunina og draga fram þætti þar sem rannsókn- ir og vitneskja er ónóg, auk þess að skýra stöðu mála fyrir stjórnvöldum og hagsmuna- aðilum. Þar með fæst nokkurs konar áhættumat, þó ekki sé fullkomið, á áhrifum einstakra fiskveiðistjórnunaraðgerða á heildarmyndina, sem verður til þess fallið að stuðla að heildstæðari stjórnun veiða, vernd vistkerfisins og mark- vissari rannsóknum þegar fram í sækir. Vel er hægt að hugsa sér að til að byrja með fylgdi hefðbundinni ráðgjöf um aflamagn hverrar tegund- ar, ráðgjöf um framangreinda þætti eftir því sem vitneskja lægi fyrir eða tilefni gæfi til. Í sjálfu sér er vistkerfis- nálgun við stjórn fiskveiða langt í frá ný hugsun eða byltingarkennd aðferðafræði. Miklu frekar má segja að hér sé um að ræða það að setja fiskveiðistjórnun undanfar- inna ára í víðara samhengi, heildstæðara kerfi, þar sem ríkara tillit er tekið til sam- verkandi þátta og vistkerfisins í heild en hingað til hefur verið gert. Því má segja að hér sé einungis um það að ræða að gera tilraun til að ná betri árangri í þeirri aðferða- fræði sem notuð hefur verið á liðnum árum með kerf- isbundnari og markvissari hætti. Vistkerfisnálgunin er því aðeins tækifæri fyrir okk- ur Íslendinga til að halda for- ystunni og gera enn betur en við höfum gert á liðnum ár- um. Líklegt er að með þessu takist okkur að ganga betur um auðlindina, sem ætti að skila betri afrakstri fiskistofn- anna til langs tíma litið. Eins er líklegt að forysta á þessu sviði gefi sjávarútveginum hér nútímalega ásýnd og jákvæða ímynd gagnvart neytendum sem í vaxandi mæli láta sig umhverfismál varða. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R O5Lífríkis á botni O5Fiska Búsvæði O3Fiskur O2Sjávarspendýr OO3Fuglar OOOO0Dýrasvif O5Botndýr Hluta vistkerfisins Fiskveiði- stjórnun Mat/ áætlun Skiptir ekki máli Skiptir máli Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktað reglulega Mat/ áætlun til staðar Mikil eða lítil áhrif Áhrif þorskveiðanna á: Tegund: Þorskur Undirflokkur: Botnvarpa Til staðar eða í lagi Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar Hvorki né / miðlungs hætta O Ekki þekkt eða á ekki við Mynd 2A OOOO0Lífríkis á botni OOOO0Fiska Búsvæði O3Fiskur O2Sjávarspendýr OO1Sjófuglar OOOO0Dýrasvif OO1Botndýr Hluta vistkerfisins Fiskveiði- stjórnun Mat/ Áætlun Skiptir ekki máli Skiptir máli Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktaðreglubundið Mat eða áætlun til staðar Mikil Eða Lítil Áhrif Áhrif síldveiðanna á: Tegund: Sumargotssíld Undirflokkur: Nótaveiðar Til staðar eða í lagi Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar Hvorki né / miðlungs hætta O Ekki þekkt eða á ekki við Mynd 2B Mynd 2. Skýringardæmi um hvernig mætti flokka áhrif þorskveiða í botnvörpu (A) og síldveiða í nót (B) á valda vistkerfisþætti við reglubundnar úttektir á þessum fiski- stofnum. Til stað r i Þarf að sk , ?/e ki til staðar Hvorki né / iðlungs hætta O Ek i kt eða á ekki við Til staðar eða í lagi Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar Hvorki né / miðlungs hætta O Ekki þekkt eða á ekki við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.