Ægir - 01.03.2007, Blaðsíða 43
43
dauða. Þó þessir þættir séu
ekki reglulega vaktaðir,
benda athuganir til að áhrif
þessa séu ekki mikil og ekki
sérstakra aðgerða þörf.
Áhrif veiða á vistkerfið
og búsvæði
Á myndum 2a og 2b eru sýnd
ímynduð dæmi þar sem kort-
lagt er hver áhrif veiðanna á
þorski og síld eru á vistkerf-
ishluta eftir tegundum lífvera,
stofnum eða samfélagi, t.d.
botndýr, dýrasvif, fugla, sjáv-
arspendýr og fiskistofna. Hér
er verkefnið kannski í fyrstu
ekki síst að kortleggja hvort
til séu rannsóknir og upplýs-
ingar um þessa þætti og hvort
með grófri nálgun megi segja
eitthvað til um það hvort ætl-
uð áhrif séu mikil eða lítil. Þá
yrðu hér til skoðunar ætluð
áhrif veiðanna á búsvæði
fiska, t.d. viðkvæm hrygning-
ar- og uppeldissvæði á botni
eða ofar í sjónum. Einnig
áhrif veiðanna á viðkvæm
búsvæði á botni, svo sem líf-
ríki á hörðum botni eða á
kórallasvæðum. Hér þarf að
átta sig á hvort búsvæðin séu
kortlögð, hvort hugsanleg
áhrif séu metin og hvort
verndunaraðgerðir séu í gangi
eða þeirra þörf.
Ljóst er að ætluð áhrif
þessara tilteknu þorskveiða
(mynd 2a) á vistkerfishluta
eða búsvæði eru almennt
minni en beinu áhrifin á
þorskstofninn þó rannsókn
og vöktun sé verulega
ábótavant. Að sinni kallar
þetta að því er virðist ekki á
neinar sérstakar aðgerðir
stjórnvalda. Áhrifin virðast
enn minni varðandi síldveið-
arnar (mynd 2b), þó rétt sé
að hafa í huga að rannsóknir
og vöktun á þessum þáttum
eru afar takmarkaðar.
Aðrir þættir
Eðlilegt er að við kerf-
isbundna skoðun á þáttum
sem snerta vistkerfisnálgun
við stjórn fiskveiða þegar ein-
stakir fiskistofnar eru metnir
eins og að framan er lýst, séu
nokkur atriði til viðbótar kort-
lögð. Þar til kæmi skoðun á
þáttum er varða fæðugögn og
líkangerð; eru gögn fyrirliggj-
andi um fæðuval og fæðuþörf
viðkomandi fiskistofns og
hafa verið gerð líkön sem
lýsa fæðutengslum viðkom-
andi fiskistofns? Eins væri
ástæða til að huga sérstaklega
að því hvort breytingar á um-
hverfisskilyrðum snerta sér-
staklega aðstæður og lífs-
möguleika viðkomandi fiski-
stofns. Þarf t.d. að taka sér-
stakt tilliti til slíks við mat á
ástandi og horfum fyrir við-
komandi stofn, t.d. vegna
breyttrar útbreiðslu hans?
Að lokum væri skynsam-
legt að kortleggja með skipu-
legum hætti veiðirekstrarlega
þætti, sem kunna að hafa
áhrif á veiðimynstur og sókn,
t.d. breytingar á veiðarfæra-
notkun, breytt veiðarfæri,
möskvastærð og markaðs-
aðstæður, sem geta hæglega
haft mikil áhrif á sókn í við-
komandi fiskistofn eða stofn-
hluta.
Lokaorð
Viðfangsefni haf- og fiski-
rannsóknanna og eðli ráðgjaf-
ar til stjórnvalda og sjávarút-
vegsins þarf ávallt að taka
mið af þörfum og aðstæðum
á hverjum tíma. Miklar breyt-
ingar hafa orðið í þessu sam-
bandi á undanförnum áratug-
um. Megin viðfangsefnin hafa
færst frá fiskileit og lýsingu
grunnþátta umhverfisað-
stæðna á Íslandsmiðum til
vöktunar og rannsókna á af-
rakstri einstakra fiskistofna til
að tryggja hæfilega nýtingu
og vernd þeirra.
Sú aðferðafræði sem hér hef-
ur verið kynnt, og er enn í
mótun, er viðleitni til að svara
kalli tímans um breyttar
áherslur í rannsóknum í takt
við kröfu um heildstæðari
stjórnun veiða og sjálfbæra
nýtingu fiskimiðanna við Ís-
land. Efnistök í þessum anda
munu beina sjónum vísinda-
manna að þáttum sem varða
vistkerfisnálgunina og draga
fram þætti þar sem rannsókn-
ir og vitneskja er ónóg, auk
þess að skýra stöðu mála fyrir
stjórnvöldum og hagsmuna-
aðilum. Þar með fæst nokkurs
konar áhættumat, þó ekki sé
fullkomið, á áhrifum einstakra
fiskveiðistjórnunaraðgerða á
heildarmyndina, sem verður
til þess fallið að stuðla að
heildstæðari stjórnun veiða,
vernd vistkerfisins og mark-
vissari rannsóknum þegar
fram í sækir. Vel er hægt að
hugsa sér að til að byrja með
fylgdi hefðbundinni ráðgjöf
um aflamagn hverrar tegund-
ar, ráðgjöf um framangreinda
þætti eftir því sem vitneskja
lægi fyrir eða tilefni gæfi til.
Í sjálfu sér er vistkerfis-
nálgun við stjórn fiskveiða
langt í frá ný hugsun eða
byltingarkennd aðferðafræði.
Miklu frekar má segja að hér
sé um að ræða það að setja
fiskveiðistjórnun undanfar-
inna ára í víðara samhengi,
heildstæðara kerfi, þar sem
ríkara tillit er tekið til sam-
verkandi þátta og vistkerfisins
í heild en hingað til hefur
verið gert. Því má segja að
hér sé einungis um það að
ræða að gera tilraun til að ná
betri árangri í þeirri aðferða-
fræði sem notuð hefur verið á
liðnum árum með kerf-
isbundnari og markvissari
hætti. Vistkerfisnálgunin er
því aðeins tækifæri fyrir okk-
ur Íslendinga til að halda for-
ystunni og gera enn betur en
við höfum gert á liðnum ár-
um. Líklegt er að með þessu
takist okkur að ganga betur
um auðlindina, sem ætti að
skila betri afrakstri fiskistofn-
anna til langs tíma litið. Eins
er líklegt að forysta á þessu
sviði gefi sjávarútveginum hér
nútímalega ásýnd og jákvæða
ímynd gagnvart neytendum
sem í vaxandi mæli láta sig
umhverfismál varða.
Jóhann Sigurjónsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.
Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R
O5Lífríkis á botni
O5Fiska
Búsvæði
O3Fiskur
O2Sjávarspendýr
OO3Fuglar
OOOO0Dýrasvif
O5Botndýr
Hluta vistkerfisins
Fiskveiði-
stjórnun
Mat/
áætlun
Skiptir
ekki
máli
Skiptir
máli
Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktað
reglulega
Mat/
áætlun
til
staðar
Mikil
eða
lítil
áhrif
Áhrif
þorskveiðanna
á:
Tegund: Þorskur
Undirflokkur: Botnvarpa
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við
Mynd 2A
OOOO0Lífríkis á botni
OOOO0Fiska
Búsvæði
O3Fiskur
O2Sjávarspendýr
OO1Sjófuglar
OOOO0Dýrasvif
OO1Botndýr
Hluta vistkerfisins
Fiskveiði-
stjórnun
Mat/
Áætlun
Skiptir
ekki
máli
Skiptir
máli
Aðgerða þörfEf gögn skortirVaktaðreglubundið
Mat
eða
áætlun
til
staðar
Mikil
Eða
Lítil
Áhrif
Áhrif
síldveiðanna á:
Tegund: Sumargotssíld
Undirflokkur: Nótaveiðar
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við
Mynd 2B
Mynd 2. Skýringardæmi um hvernig mætti flokka áhrif þorskveiða í botnvörpu (A) og síldveiða í nót (B) á valda vistkerfisþætti við reglubundnar úttektir á þessum fiski-
stofnum.
Til stað r i
Þarf að sk , ?/e ki til staðar
Hvorki né / iðlungs hætta
O Ek i kt eða á ekki við
Til staðar eða í lagi
Þarf að skoða, hætta?/ekki til staðar
Hvorki né / miðlungs hætta
O Ekki þekkt eða á ekki við