Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 41

Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 41
41 takmörkunum og möskva- stærðarákvörðunum, fjöl- stofna samspili, svæðalok- unum (til langs eða stutts tíma) og tímasetningu veiði- tíma og lengd vertíðar. Allt eru þetta nauðsynlegir þættir og í anda vistkerfisnálgunar við stjórn fiskveiða, sem hafa reyndar verið hluti fiskveiði- stjórnunar á Íslandi um langt árabil. Útvíkkuð aðferðafræði við rannsókn og ráðgjöf - fyrstu skrefin Ekki verður sagt annað en að rannsóknir, ráðgjöf og stjórn fiskveiðanna hér á landi hafi fyrst og fremst tekið mið af ástandi og veiðiþoli einstakra fiskistofna. En færa má fyrir því rök að stærstur hluti rann- sókna Hafrannsóknastofn- unarinnar tengist með einum eða öðrum hætti athugunum sem snerta vistkerfisnálg- unina, svo sem vöktunarleið- angrar ýmiss konar sem bein- ast ekki aðeins að tilteknum fiskitegundum, heldur gjarnan að öðrum þáttum lífríkisins, straumakerfi, seltu, hitastigi sjávar og öðrum umhverf- isþáttum. Það er líka svo, eins og fyrr er sagt, að fiskveiði- stjórnunin hér á landi hefur í mörgu verið í anda vistkerf- isnálgunar, svo sem almenn markmið um sjálfbærni nýt- ingar, svæðalokanir til vernd- unar á fiskungviði og vernd- un hrygningarsvæða, fjöl- stofnasamspil þar sem nýting- arstig þorsks, loðnu og rækju hefur verið ákvarðað m.t.t. víxlverkandi áhrifa þessara stofna. Aflaregla fyrir þorsk- veiðar er einnig mjög í þess- um sama anda. En þrátt fyrir að mikilvægt sé að rannsaka og skilgreina viðmið heildstæðrar fiskveiði- stjórnunar er nú þegar unnt að hefjast handa með ein- faldri nálgun. Skref í þá átt gæti verið að vísindamenn sem vinna við ráðgjöf og rannsóknir á einstökum fiski- stofnum, kortleggi og meti kerfisbundið þætti sem ætla má að séu nauðsynlegir í vist- kerfisnálguninni. Mikilvægt er til að stjórnvöld tileinki sér hina nýju hugsun í orði og á borði, að vísindamenn taki upp ný vinnubrögð í dagleg- um störfum og undirbyggi þannig aðgerðir stjórnvalda og atvinnuvegarins í framtíð- inni. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir hugmyndum sem mótast hafa undanfarin miss- eri á Hafrannsóknastofn- uninni um það hvernig hægt er að hefjast strax handa og víkka út aðferðafræðina við rannsóknir og ráðgjöf. Með þessum nýju vinnubrögðum við úttekt á einstökum fiski- stofnum er markmiðið að kortleggja upplýsingar í rann- sókna- og stjórnunarskyni. Þannig er ætlunin að meta aðferðir og forsendur fiski- stofnaúttekta, meta áhrif veiða, svo sem á brottkast fisks, á umhverfi fiskistofn- anna og á afmarkaða vistkerf- isþætti. Jafnframt verða metin fjölstofnaáhrif og samspil teg- undanna, áhrif umhverf- isbreytinga á einstaka fiski- stofna og hvort breyttar for- sendur séu í veiðum sem taka þarf tillit til. Gæði stofnúttekta Fyrsta atriðið varðar stofnút- tektir, gæði þeirra gagna sem fyrir liggja og hvaða aðferðir er unnt að nota í ljósi gagnanna. Það er mikilvægt Æ G I R Í H U N D R A Ð Á R Í sjálfu sér er vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða langt í frá ný hugsun eða byltingarkennd aðferða- fræði. Miklu frekar má segja að hér sé um að ræða það að setja fiskveiðistjórnun undanfarinna ára í víðara samhengi, heildstæðara kerfi, þar sem rík- ara tillit er tekið til samverkandi þátta og vistkerf- isins í heild en hingað til hefur verið gert. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.