Ægir - 01.03.2007, Qupperneq 32
32
Á þessu ári má segja að Ísfell
fagni tvöföldu afmæli – 40 ára
og 15 ára afmæli. Þeir bræður,
Pétur og Hólmsteinn Björns-
synir, stóðu að stofnun Ísfells
fyrir fimmtán árum ásamt þeim
Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni.
Í september 2001 sameinaðist
Ísfell Netasölunni undir kenni-
tölu síðarnefnda fyrirtækisins
og hét þá einfaldlega Ísfell-
Netasalan. Í ár eru fjörutíu ár
liðin frá því að Netasalan hóf
rekstur og því er tvöfalt afmæli
Ísfells í ár.
Icedan sameinaðist síðan
Ísfelli-Netasölunni í ársbyrjun
2003 og við þá sameiningu
breyttist starfsemin töluvert
og jafnframt var tekið upp að
nýju nafnið Ísfell. Fyrirtækið
breyttist úr því að vera inn-
flutnings- og heildsölufyr-
irtæki í að vera jafnframt
framleiðslufyrirtæki, því Ice-
dan hafði haslað sér völl í
netagerð með rekstri fjögurra
netaverkstæða.
Með starfsemi á sjö stöðum á
landinu
Ísfell er nú með starfsemi
á sjö stöðum á landinu. Höf-
uðstöðvarnar eru nú í Hafn-
arfirði, þar sem skipasmíða-
stöðin Ósey, var áður til húsa,
en utan höfuðborgarsvæðisins
eru sex starfsstöðvar, reknar
undir nafninu Ísnet, á Sauð-
árkróki, Akureyri, Húsavík,
Hornafirði, í Vestmannaeyjum
og Þorlákshöfn. Þá er starfs-
stöð Ísfells í St. John’s á Ný-
fundnalandi.
Í höfuðstöðvunum í Hafn-
arfirði er alhliða heildsala
með útgerðarvörur og björg-
unar- og rekstrarvörur að
Óseyrarbraut í Hafnarfirði.
Auk veiðafæragerðar í starfs-
stöðvum Ísnets eru þar á boð-
stólum ýmsar rekstrar- og ör-
yggisbúnaður.
„Það breytti miklu fyrir
okkur að fá þetta rúmgóða
hús við Óseyrarbraut hér í
Hafnarfirði og sameina alla
okkar starfsemi hér á höf-
uðborgarsvæðinu undir eitt
þak,“ segir Hólmsteinn Björns-
son, framkvæmdastjóri Ísfells.
„Þetta auðveldaði margt og
var á margan hátt til mikillar
einföldunar. Birgðahald er á
allan hátt miklu markvissara
og betra og við höfum betri
sýn yfir reksturinn frá degi til
dags,“ segir Hólmsteinn.
Aðaleigendur Ísfells í dag
eru Pétur og Hólmsteinn
Björnssynir, Daníel Þórarins-
son, fyrrum eigandi Netasöl-
unnar og einn af núverandi
stjórnendum Ísfells, og norska
fyrirtækið Selstad, sem var
áður stór hluthafi í Icedan, og
síðan eru nokkrir minni hlut-
hafar.
Hraðar breytingar í útgerð
Hólmsteinn segir að vissulega
hafi orðið miklar breytingar í
útgerð hér á landi á síðustu
árum og þjónustufyrirtækin
við sjávarútveginn þurfi jafn-
framt að laga sig að þessum
breytingum – fylgja þeim eftir
eins og skugginn, eins og
hann orðar það. „Sjávarút-
vegsfyrirtækjunum hefur ver-
ið að fækka, en jafnframt hafa
þau stækkað. Þeirra þarfir og
kröfur eru öðruvísi og meiri
og þeim reynum við að mæta
eins og kostur er. Viðskipta-
umhverfið hefur líka verið að
breytast mikið á síðustu árum
með bættum samgöngum,
sem gerir það að verkum að
fyrirtækin geta mjög auðveld-
lega gert sín viðskipti erlend-
is, ef þau kjósa svo. Þetta
þýðir að við sem störfum í
þessum þjónustugeira verð-
um að standa okkur enn bet-
ur til að geta orðið við óskum
viðskiptavinanna,“ segir Hólm-
steinn.
Þ J Ó N U S T A
Tvöfalt afmælisár hjá Ísfelli
Hólmsteinn Björnsson (t.v.), framkvæmdastjóri Ísfells, og Daníel Þórarinsson, markaðsstjóri. Mynd: Sverrir Jónasson.