Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1944, Síða 86
76 TIMARIT MALS OG MENNINGAR sem hun segir á ytraborðinu, fæst ekki við að leysa neitt vandamál, Itvorki sálfræðilegt, þjóðfélagslegt né annað, ekki einu sinni neinn örlagahnút; sízt af öllu gerir hún kröfu til að vera „tákn tímanna". Náttúruljóðræna, lituð persónulegum endurminningum höfundar, er sterkasti þáttur bókarinn- ar, án þess hún hafi þó hina grandalausu einlægni til að bera, sem er aðal einræktaðra átthagabókmennta; — þessa skilgreiningu er gott að hafa í huga ef maður vill dæma verkið af sanngirni. Eg þykist þess hinsvegar fnllviss, að ýmsir eigi eftir að rangdæma bókina, einmilt af því þeir leita í henni að einhverju, sem aldrei stóð til að þar væri að finna. Það er ekki ókostur bók- arinnar, að hún er hundin þröngu sviði og frásögnin í ætt við ljóðmæli, held- ur er það aðferð hennar, höfundurinn hefur greinilega einsett sér að gæða hana þeim einkennum. Ég mundi hinsvegar telja það ókost á bókinni, að hún er of löng sem ljóðrænt verk, — þó ekki af því hún sé illa gerð, og mað- ur segi því minna, því betra; heldur af því mér finnst ólíklegt, að fólk hafi eiru til að lesa svo mikið af ljóðrænum hugleiðingum um efni, sem geymir svo litla almenna skírskotun. Það er hvorki hið þrönga sögusvið né kappkost- un höfundar að sneiða hjá viðfangsefnum dæmisögunnar, sem er h'klegt til að gera mönnum bókina erfiða, heldur skorturinn á sögu. Bókin er rík að lit, en fátæk að línu. Ljóðræna stílsins hefur hvarvetna yfirhönd yfir inntak- inu, ef svo mætti segja. Höfundurinn forðast að skapa átök og stígandi. Raddstyrkur, hraði og hæð er alltaf hið sarna bókina út. Það er ekkert til í bókinni, sem hefur svip af drama, hvað þá eiginleika þess. Hinsvegar er hók- in óþrotleg röð af ljóðum í óhundnum stíl, lýsingar hennar á atvikum, per- sónum, veðurfari og öðrum náttúrufyrirbrigðum minna á myndir, sem hanga hlið við hlið, skyldar, en þó ekki órjúfanlega háðar hver annarri, ekki óhjá- kvæmileg afleiðing hver annarrar. Maður getur sleppt úr nokkrum tugmn hlaðsíðna hvar sem er, án þess að rnissa af samhengi: sveitatelpa elzt upp og trúlofast, — sagan sjálf er sem sagt ekkert, liturinn allt. Höfundi hættir ofmjög við að troða marvaðann í orðaflanmi, jafnvel svo, að maður les stund- um síðu eftir síðu án þess nokkursstaðar örli á frásögn eða söguefni. Ilöfundur aðhyllist náttúrustefnuna, þó ekki sem raunsæismaður, heldur ljóðskúld. En hann hefur tilhneigingu, sem er náttúrustefnunni dálítið fjand- samleg, í þá átt að draga upp afkáralegar og ámáttlegar myndir af persónum og atvikum, sem stundum raska stíl verksins. Ég skal nefna lýsinguna á Astu vitlausu sem dæmi. Þegar æðið er á henni, virðist hún fylgjast af fyllstu skynsemi og nákvæmni með öllu sem gerist, með öðrum orðum æðið er upp- gerð; hún er ekki einu sinni vitlaus. Það hefur enginn meðaumkvun með manneskju, sem gerir sér upp æði að nauðsynjalausu, og þannig missir per- sónan einnig alla þjóðfélagslega skírskotun. llún virðist ekki þjóna öðru markmiði en vera fáránleg mynd, án orsakasamhands, mitt í bókinni. Svo vikið sé að stílnum, þá finnst mér hann, eins og ég gaf áður í skyn, helzti huglægur til að samrýmast kröfum óbundins máls í sögu. A því stigi sem höfundur stendur nú í meðferð óbundins máls, held ég honum væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.