Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 5
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 99 Lctndgræðslusjóður þarf að eflast fljótt I vor var stofnaður Landgræðslusjóður Islands, og á ýmsum stöðum lands hefur þegar safnazt til hans töluvert fé. Það vissu menn fyrir, að málefnið nýt- ur þjóðhylli. Hitt knýr menn til framkvæmda, að betri tök ættu nú að verða á landgræðslu en áður var auðið, og færra en fyrr kemur í veg fyrir hana. Ekki er lengur nauðsyn að eyða gróðurlendið. Breyting atvinnuvega ræður mestu. Eyðing kvists og kjarngresis úr beiti- löndum mun hafa orðið stórstígari á 19. og 20. öld en nokkru sinni fyrr sakir þess, að það hafa verið mestu sauðfjáraldir í Islandssögu, svo að vitað sé, og þó af helmingi minna gróðurlendi að taka en var á söguöld. Aukning mela hef- ur verið geysileg í mörgum sveitum í tíð núlifandi manna, og sums staðar hafa sandflæmi verið að blása upp til þessa dags. Fram um 1550 eða jafnvel til 1700 var nautgriparæktin afurðameiri en sauðfjárrækt landsmanna, og það var rýrnun beitilanda ásamt verzlunarlagi einokunar, sem lamaði kúabúin og dró þau saman. Loks breiddist út trúin, sem Bjartur í Sumarhúsum átti, að kýr væru skaðlegar búi manns, en sauðkindur eina gróðavonin, og helgasta þegn- skylda hvers Islendings væri að standa yfir beitarfé svo lengi sem til væri nokk- ur beitargróður nokkurs staðar um víðáttur landsins. Eg ólst upp við draum- inn um eina eða tvær eða þrjár milljónir fjár á Islandi og unni honum. Hefði hann rætzt, mundi ekki eftir neitt óblásið beitiland um 1999 nema helzt í súld- arsömum sveitum og nokkrar mýrar. Háskagestur hefur farið um meirihluta lands, drepið margt af sauðfénu, komið hinu meir á innigjöf en áður þekktist. Harðsótt útbeit borgar auk þess verr vinnumannahald en hún gerði. Þessar oisakir einar þyrftu þó líklega ekki að minnka sauðfjáreign landsmanna nema í bráð, en fleiri orsakir leggjast á eitt, breyttar markaðshorfur, þróun ræktarbúnaðar, aukning annarrar kjöt- neyzlu en dilkakjöts innan lands o. s. frv. Næstu mannsaldra fjölgar varla sauð- fé nema helzt um Vestfirði og norðausturbyggðir landsins sumar, en fækkar stórum, hvar sem skilyrði ræktarbúnaðar eru góð. Þar fer það þá saman, að sauðhaga verður að reyna að bæta með friðun og öðrum ráðum, unz þeir verða góðir kúahagar, og menn hafa ráð á að láta tímgast skóg á breiðum lendum, sem öxi og sauðtönn gerðu naktar. Sums staðar verður skóggræðsla eða skjól- beltaræktun bezta ráðið til að koma upp kúahögum. Eins og geldneytabeit forfeðra okkar lagðist niður jafnóðum og skógar e>ddust (og svínabeit), gæti hún vaxið mikið jafnóðum og skógaskjól fengist að nýju. Á þessum vegamótum landeyðingar og landgræðslu megum við ekki tví- stíga nema sem minnst. Atvinnuvegir framtíðar heimta, að áleiðis sé haldið. Varðveizla lands, sem í fokhættu er í flestum héruðum, er þjóðarskylda, einnig á stöðum, sem óbyggðir verða næstu mannsaldra eða aldir. Græðsla sanda við sjó og þéttbýli getur hins vegar mjög fljótt svarað kostnaði. Árangur sand- græðslu í Rangárvallasýslu og víðar þar, sem óvænlegt þótti að berjast við

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.