Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 6
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR höfuffskepnurnar, er írábær, og lofar góðu þar, sem aðalbaráttan stendur aff- eins viff hross og sauffskepnurnar. Landgræffsla er ekki það eitt aff fá gróffurlit á landið effa hitt, sem er tví- sýn hagabót, aff hleypa því graslendi í sinuþófa og mosa, sem nú er rótnagað í örtröff. Landgræffsla er einnig þaff aff fá betri groffurtegundir í staff þeirra sem eru, — landgræffslan er þá ræktun. Æffsta og þroskamesta gróffurlendi villtrar náttúru, skógurinn, hlvtur aff verffa lokamark landgræffslunnar alls staffar þar, sem skilyrði eru bezt og ekki þarf aff hafa tún né akra. Meff innflutningi barrtrjáa, mest frá Alaska, og síffan með kynbótum, verffur liægt aff fá hér allt að 20 metra háa skóga, sem fulinægi 60—90% af timbur- og trénisþörf landsmanna á 21. öld, stórbreyti veðurfari og útliti héraffa og skýli öllttm menningan'exti okkar, eins og skáldiff kvaff: Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyilast, akrar hyija móa, hrauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. B. S. Sögusýning lýðveldisins úr írelsisbaráttu og menningarsögu Þegar lýðveldisstofnun var lokið með atburðunum 17. júní s.L, var opnuð sögusýning í húsi menntaskólans í Reykjavík. Þaff var gert til aff glæffa skilning almennings á því, hvernig þjóðin hefði erft frelsið frá fyrstu tíð, framfylgt réttindakröfum á liffnum öldum, barizt þrautseig fyrir atvinnu sinni og menningu sinni allt til hins langþráffa dags, er lýðveldi var reist til aff tryggja árangursríka baráttu framvegis. Meff fáum orffum skal sýningarinnar minnzt. I fyrstu stofu, sem um var gengiff, mætti landnántsöld gestinum, síffan ald- irnar hver af annarri, þegar gengiff var stofu úr stofu, tímabil Jóns Sigurffs- sonar í þjóðfundarsalnum frá 1851, eins og vera bar (nú hátíffasal skólans), en f næstu stofu skeið Skúla Thoroddsens, Hannesar Hafsteins og þeirra samtíffar, en síffast nútíðin, þar sem hagþróun og menningarviðleitni varð skýrast lesin úr línuritum og teiknuffum hlutföllum örlagaríkra talna, sem benda til hækk- andi hags framtíffar. Hér skal ekki metizt um þaff, hver menningargreinin hafi bezt notiff sín á sýningunni. Frá síffari tímunum voru ljósmyndir þaff, sem margir dvöldu lengst við aff skoða, og þær sýndu menn og mannvirki, atburffi og sögustaði. Listamenn okkar áttu mikinn þátt í því að veita sýningunni líf og glæsibrag.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.