Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 7
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 101 Myndir voru þar, sem máttu að vísu fremur teljast til leiktjaldagerðar en var- anlegrar listar, og aðrar myndir voru ófullgerðar, nokkrar myndir í flaustri gerðar, því að undirbúningur sýningar var skammur. Listiðnaður þjóðmenja- safns kom þar ekki víða fram, en þó einstakir sögufrægir hlutir eins og bisk- upskápa Jóns Arasonar og Valþjófsstaðakirkjuhurðin forna, þiljurnar fögru úr Möðrufelli í Eyjafirði og framar öllu öðru hin ágætustu sýnishorn af bóka- gerð landsmanna á miðöldum. Ljósprentaðar voru þarna sýndar hinar kunnustu skinnbækur Islendingasagna og eins nýja testamentið frá 1540, en Guðbrands- hiflía, Vídalínspostilla o. fl. voru eins og þær voru skapaðar á sinni tíð. Fátt eða ekkert varð sýningargestum eins minnistætt eftir á og bækurnar gömlu. Á veggjum voru víða letruð brot úr þjóðarsögu, og sum þau brot skjóta neistum. Það er almannarómur, að sýningin hafi tekizt mjög vel, þó að einn kysi þetta og annar hitt til viðbótar því, sem þarna kom fram, og allir viti, að það sýningarefnið, sem ekki varð rúm fyrir eða ekki náðist til, er margfalt meira. Svipaðar tilraunir til lifandi sögukennslu þarf að endurtaka á nokkurra ára fresti, og úrval slíkrar sýningar mætti senda milli landshluta til sýninga handa sem flestum Islendingum. Margir eru þeir, sem meiri þörf telja næstu árin á sögusýningum framleiðslu og atvinnuhátta en menningarsýningum á svo breiðum grundvelli, sem lýð- veldissýning þessi var, því að svonefndir menningarberar séu hinir fátæku ómagar framleiðslunnar og „fátæka hafið þér ávallt hjá yður“. Mönnum er velkomið að segja sem svo, ekki fer ég að mótmæla þeim, og vissulega veltur menningarþróun á engu meir en atvinnuþróuninni. Eflaust er því rétt að ráðgera þegar fjölbreyttar sýningar íslenzkra atvinnu- vega, eins fljótt og þeim verður við komið með nægum undirhúningi. Ekki má það henda menn þá að gleyma, að sjávarútvegur hefur verið hér fyrr en á 19. öld og heimilisiðnaður tíu alda er fyrirrennari íslenzkrar stóriðju. Þessa starfsþætti þarf að rekja frá landnámi. Hvergi er söguleg baksýn nauðsynlegri en þegar menn reyna að skilja alvinnubyltingar og afleiðingar þeirra. — Það var annars einn mesti styrkur lýðveldissýningarinnar að sýna, hvernig getan til sjálfstæðis byggðist á alvinnuþróun, og um leið veikleiki sýningarinnar, hve þessi stórfellda söguskýringartilraun hennar var langt frá að vera fullunnin og alls staðar nálæg gestum. En fullunnin hefði hún tæplega rúmazt í umgerð þessarar sýningar. Á hinn hóginn má aldrei halda svo heildarsýning íslenzks atvinnuvegar, að þar sé ek:ki sýnt auk afkastanna, hve vel eða laklega hann styður að því, að hér búi frjáls alþýða í frjálsu landi vaxandi menningar. B. S.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.