Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 9
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 103 skírskotunum í veizlu fröken Parsberg, hneykslaðir yfir Jjví að Paul Lange skuli hafa látið kónginn múta sér til að mæla með „óáreiðanlegum“ stjórn- málamanni. Og einhvernveginn finnst manni að Paul Lange mundi hafa skotið sig hvort eð var, af því hann hafði sjálfmorðsbakteríuna í sér. En það skipt- ir í raun og veru litlu, hvort leikurinn er um geðbilunartilfelli eða á að heita lausn á siðferðisvandamáli. Spenna leiksins myndast af því, hyernig liin sterka heilbrigða kona bak við allt gervið elskar þennan mann, Paul Lange, á þeirri stund sem hann er í raun réttri banvænn sjúklingur og sérhver lífs- hræring hans blandin feigð. Allar hinar skreyttu forhliðar opinbers lífs eru hrundar í lokin, og kona berst við að bjarga elskuðu lífi. En honum verður ekki bjargað, hann er veikur, hann lætur bugast gagnvart umhverfinu, en þó fyrst og fremst sjálfum sér, konan tekur fram lífstein sinn og reynir að bera að undum hans, gerir með hætti ástarinnar kröm hans að sinni, — en bíður ósigur. H. K. L. Myndir Gunnlaugs 0. Schcvings, sem birtast hér í heftinu, voru gerðar fyrir sögusýningu lýðveldisins, en höfundi og sýningamefnd kom ekki saman um stað fyrir myndirnar á sýningunni, svo að listamaðurinn tók þann kost að sýna þær ekki. Þessar myndir voru eflaust meðal hins bezta, sem gert var fyrir sögusýninguna. Því miður er ekki hægt að birta þær í litum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.