Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 11
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Stóð eg við Öxará Stóð eg við Öxará hvar ymur foss í gjá; góðhesti úngum á Arason reið þar hjá, hjálmfagurt herðum frá höfuð eg uppreist sá; hér gerði hann stuttan stans, stefndi til Norðurlands. Ur lundi heyrði eg hvar hulduljóð súngið var; fanst mér eg þekti þar þann sem sló kordurnar: alheill og orðinn nýr álfurinn hörpu knýr, ástvinur eingum jafn alfari úr Kaupinhafn. Stóð eg við Öxará árroða á fjöllin brá, kátt tók að klíngja og fast klukkan sem áður brast, alskærum ómi sló út yfir vatn og skóg. Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sin.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.