Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 15
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 109 Er hátíðin rann upp og gengið var til Lögbergs, var sem í hóp þess- ara þúsunda væru auk þess komnar til móts liðnar kynslóðir Islend- inga, er heitast höfðu þráð þennan dag. Skyggnt auga skáldsins sér þar hetjuna Jón Arason og Jónas Hallgrimsson ljúflingsskáldið, er Þingvelli og frelsið og Island elskaði. Hér greinum vér ekki lengur milli liðinna og lifenda. Allar kynslóðir íslendinga eru á þessum degi ein lífsheild, saga þjóðarinnar öll kristölluð í þeirri stund, er nú rennur upp, þegar lýst er yfir því frá Lögbergi, að ísland sé aftur frjálst. Og skáldið, er enn stendur við Óxará, heyrir klukku þjóðar- innar klingja að nýju kátt og fast, alskærum ómi: Mín klukka, klukkan þín kallar oss heim til sín. Allir fundu helgi þessarar stundar. Þúsundirnar stóðu að Lög- bergi, viku eigi fyrir regni né stormi, hrærðar djúpri skynjun, sam- stilltar í þögn og söng. Menn vildu njóta alls, sem fram fór, festa í minni, geyma og láta ganga til næstu kynslóða áhrif þessa atburðar. Allir vissu, að þeir lifðu nú dýrlegustu stund í sögu íslands. Svo varð að veruleik endurreisn lýðveldis á Islandi. Öll þjóðin, hvert mannsbarn á Islandi, tók þátt í þessum atburði. Þeir, sem ekki gátu komizt á Þingvelli, fylgdust með athöfninni þar gegnum útvarp. Ut um allar byggðir landsins voru hátíðahöld. Á Rafnseyri, fæðing- arstað Jóns Sigurðssonar, var efnt til sérstakrar viðhafnar. í Reykja- vík voru hátíðahöld og skrúðgöngur daginn eftir, 18. júní, og hafði þvílíkur mannsöfnuður aldrei sést á götum höfuðstaðarins. Hin lit- skrúðuga, glaðværa, iðandi mergð barna á Stjórnarráðstúninu og umhverfis minnisvarða Hannesar Hafsteins var ógleymanleg sjón. Mundi eigi lýðveldi íslands tryggt í þeirra forsjá. Það, sem fyllir mann sérstökum fögnuði við þennan sögulega at- burð, er hin almenna þátttaka þjóðarinnar og áhugi hennar. Sú vakning þjóðarinnar hlýtur á næstunni að bera margfaldan ávöxt. Það er nýr þytur í lofti yfir ströndum og byggðum íslands. Þjóðin veit, að hún lifir tímamót. Hún vill gera allt til að gera þau tímamót sem söguríkust. Hún vill glæða nýtt líf í landi, græða öll gömul sár. Hún vill láta hvarvetna sjá merki þess, að nú er hún frjáls þjóð. Hún fagnar hverri góðri hugmynd, sem kemur upp, því að nú vill hún

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.