Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 20
114 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ýmsa hluti erum vér þó áreiðanlega skemmra á veg komnir en efni stæðu til, ef oss ekki brysti kjark til að stíga þau spor, sem þarf. Um allar greinir er það sameiginlegt, að mikið átak hefur verið gert, en miklu meira er eftir, þar til verkleg og vísindaleg menn- ing hefur skapað sér sæmilega örugga undirstöðu á íslandi. Eftir því sem atvinnu- og menningarlíf tekur fj ölbreyttari þroska eykst þörfin fyrir vísindalega vinnu hröðum skrefum. Flestar nú- tíma framleiðsluaðferðir heimta stöðugt eftirlit, þar sem vísinda- legum starfsaðferðum er beitt. Hagkvæm ræktun jarðar, uppeldi arðvænlegs bústofns, hirðing og geymsla matvæla úr sjó og af landi, vinnsla nytjaefna úr lofti, legi eða jörð, heilbrigðisgæzla fólksins o. s. frv., þarfnast vísindalegrar undirstöðu, sem engan dreymdi um í þau þúsund ár, sem vér bjuggum frumbýlingsbúskap í landinu. A seinustu árum hefur marga farið að óra fyrir, að ýmissa ný- mæla muni þörf, ef vér eigum að læra að búa í landinu. í fljótu bragði kann svo að virðast sern vér getuin bætt oss upp það, sem oss er ábótavant, með því að notfæra reynslu annarra þjóða. Þessu er ekki svo farið, hema að litlu leyti, og hef ég rökstutt það á öðr- um stað. Vér verðum sjálfir að annast vísindalegar rannsóknir á viðfangsefnum atvinnuveganna. Ástæðan til, að vér getum ekki hagnýtt oss reynslu annarra þjóða ómelta, er fyrst og fremst, að í langflestum atriðum er ekki hagkvæmt eða mögulegt að apa nákvæmlega erlendar aðferðir, vegna þess að þær henta ekki. Hér er ekki sagt, að fyrirlíta beri erlenda reynslu. Oðru nær. Allar framkvæmdir vorar munu í höfuðatriðum byggjast á henni og hljóta að gera það, en ef vér gerum ekki annað en stæla útlend- inga og kunnum engu við að bæta af eigin dáð, verðum vér aldrei annað en lélegir eftirbátar. I læknisfræði t. d. getum vér að mestu leyti byggt á annarra vinnu, þ. e. a. s. á samanlagðri þekkingu manna á læknisfræði, og höfum þannig sæmilega öruggan grund- völl undir heilsuverndarstarfsemi vora. Ætlum vér hinsvegar t. d. að bæta jarðrækt vora, svo að hún standist samanburð við lönd, sem lengra eru komin, eða ef vér skyldum ákveða að hafa hemil á sjúkdómum í bústofni vorum,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.