Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Síða 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 115 verðum vér að byrja með sjálfstæðri vísindalegri tilraunavinnu. ■Svörin við spurningum vorum um þau efni standa ekki í neinni bók. Þar við bætist, að um ýmis þau efni, sem mundu skipta atvinnu- vegi vora máli, reyna útlendir framleiðendur eftir megni að halda aðferðum sínum leyndum, og hver keppinautur verður því að finna sína eigin leið. Aður en lengra er haldið, má ef til vill skjóta því inn, að með „vísindalegri“ vinnu er oft átt við tvo óskylda hluti. í fyrsta lagi frumlega leit að nýjum og óþekktum lausnum (research, For- schung). Árangurinn af þesskonar vinnu er kallaður uppgötvanir og allar framfarir í tækni og verklegum vísindum byggjast á þeim. Auk vísinda í þessari þrengri merkingu er margháttuð starfsemi, sem notar meira eða minna „vísindalega“ tækni, er fylgir í öllu forskrifuðum leiðum. Allur þroskaður iðnaður og raunar öll þroskuð framleiðslustarfsemi er undir stöðugu eftirliti, sem bygg- ist á slíkum rannsóknar-aðferðum. Heilbrigðisvernd og lækninga- starfsemi vorra daga byggist sömuleiðis að mestu leyti á þesskonar rannsóknum. Þessar tvennskonar starfsaðferðir eru í eðli sínu gerólíkar, og einkum er mikill munur á þeim kröfum, sem gera verður til hæfi- leika, menntunar og æfingar þeirra manna, sem að þeim vinna. Hvorttveggja störfin eru hinsvegar jafn nauðsynleg fyrir atvinnu og menningarlíf þjóðarinnar. í stærri löndum er vísindaleg vinna í hinni þrengri merkingu (research, Forschung) unnin undir þrennskonar skipulagi. Fyrsta og elzta fyrirkomulagið er, að kennarar við háskólann vinni að rannsóknum í grein sinni jafnframt kennslunni. Oft eru þá þeim til aðstoðar yngri menn, sem helga nær allan tíma sinn rannsóknum og þeir yngstu þeirra oft í því augnamiði, að ljúka hærra prófi, svo sem doktorsprófi. Við suma betri háskólana eru nokkrum þroskuðum vísindamönnum ætlaðar sérstakar stöður, sem ekki fylgja neinar kennsluskyldur eða þá mjög takmarkaðar, svo að þeir geta varið tíma og kröftum nær eingöngu að áhugaefnum sínum. Vinnuskilyrði undir þesskonar fyrirkomulagi eru að sjálf- sögðu mjög æskileg, en venjulega njóta þeirra aðeins fáir menn. Þessi skipun í heild hefur sína kosti og galla. Höfuðkosturinn er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.