Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 23
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 117 Yfirleitt mun það reynslan, að beztu starfskraftarnir sækja ekki á rannsóknarstofnanir iðnfyrirtækjanna af þeim ástæðum, sem greindar hafa verið, jafnvel þótt launakjör séu þar að jafnaði mun betri en við tilsvarandi störf hjá háskólum eða „hreinum“ vísinda- stofnunum. Þrátt fyrir þetta er ákaflega mikilsverður sá þáttur, sem fer fram á þessum stöðum. í þriðja lagi eru svo sérstakar stofnanir, sem vinna að rann- sóknum rannsóknanna vegna, en stunda þær hvorki sem hjáverk né í hagsmuna von. Þær eru kostaðar ýmist af sérstökum sjóðum, ríki eða einstaklingum. Stundum er þeim komið upp vegna tiltek- inna verkefna, sem bíða lausnar, stundum handa einstökum afburða vísindamönnum. Þetta fyrirkomulag hefur yfirleitt gefizt ágæt- lega og á eflaust eftir að ryðja sér meira til rúms. Slíkar stofnanir eru stundum lauslega tengdar háskóladeild í tilsvarandi grein. Ýms- ar ágætustu vísindastofnanir heims eru með þessu sniði. Má til dæmis nefna Rockefeller stofnunina í Bandaríkjunum, Carlsberg stofnunina í Kaupmannahöfn, The National Institute í Englandi og Kaiser Wilhelm Institut í Þýzkalandi. Höfuðkosturinn við þetta fyrirkomulag til samanburðar við há- skólastofnanir, er að vísindamennirnir geta gefið sig alla að vinnu sinni og þurfa ekki að sinna kennsluskyldum, sem eru tímafrekar og verða við endurtekningu andlausar og þreytandi. Hinar sjálfstæðu stofnanir hafa þá yfirburði yfir stofnanir iðn- aðarfyrirtækjanna, að starfið er ekki háð duttlungum kaupmennsk- unnar; stjórnin er í höndum manna, sem ýmist hafa þekkingu og áhuga á hverri einstakri grein starfsins, eða þekkja þá að öðrum kosti takmarkanir sínar, með öðrum orðum í höndum manna, sem sjálfir hafa vísindalega æfingu. Höfuðatriðið í fyrirkomulagi vísindastarfsemi virðist vera, að það sé sem umsvifaminnst og að það sé tryggt, að starfsemin verði ekki fyrir óþarfa skráveifum frá stjórnendum, sem hafa einhverra annarlegra sjónarmiða að gæta, sem koma í bága við faglega nauð- syn starfseminnar, hvort sem það eru stundar sjónarmið kaup- mennskunnar eða stj órnmálanna. Skilyrði til vísindastarfsemi á íslandi eru að ýmsu leyti nokkuð frábrugðin því, sem gerist með öðrum þjóðum. Veldur þar mestu

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.