Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 26
120 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR deild, draugasagnadeild, danslagadeild, andlitsmálverkadeild o. s. frv. og setti þar yfir forstjóra með takmörkuðum skilningi, en næg- um myndugleik til að stjórna liststarfseminni í deildunum og segja mönnum í aðalatriðum, hvað þeir eigi að yrkja, semja eða mála, og hvernig, þá býst ég að vísu við, að þessi hugmynd mundi heilla vissa tegund manna, einkum ef þeir mættu sjálfir velja menn til framkvæmdanna. Hinsvegar mundi tæplega koma list, sem það nafn verðskuldaði, frá slíkri stofnun, og þarf ekki að skýra það nánar. Það er vandalaust að gera hliðstæða regin-skyssu í skipulagn- ingu vísindastarfseminnar. Það má vel hugsa sér, að öll vísindaleg vinna í landinu sé keyrð í eitt herjans skipulagsbákn, þar sem öllum sé sagt fyrir verkum af einhverjum, sem ekki þekkir það, sem hann er að tala um, og enginn ber þess vegna lengur ábyrgð á sjálfum sér. Ekki er grunlaust um, að þvílíkar hugmyndir eigi hjá sumum mönnum rót sína í óljósum kvíða um, að þeir menn, sem til starf- anna verða valdir, verði ekki verki sínu vaxnir og þurfi þess vegna „aðhald“. Slíkum mönnum bjargar ekkert aðhald, allra sízt frá þeim, sem eru þeim ennþá ófróðari. Grundvallarskilyrði til þess að fá menn, sem verði starfanum vaxnir, er einmitt, að þeim sé boðin aðstaða, sem gerir kröfu til getu þeirra og lætur hana njóta sín, en þeir eiga síðar sjálfir skömmina eða heiðurinn, eftir því sem þeir duga til. Þegar ákveðið er skipulag slíkra framkvæmda, á að gæta þess að tengja það saman, sem er að eðli til skylt. Menn með svipaða menntun og æfingu eru hver öðrum ómetanlegur styrkur í sam- vinnu. Hinsvegar má ekki slengja saman undir einum „stjóra“ ó- skyldum greinum, sem ekki eiga saman. Fáir „stjórar“ mundu til lengdar standast þá freistingu að fara að stjórna framkvæmdun- um, jafnvel þótt þá brysti þekkingu tiL Rúmið leyfir ekki, að rætt sé ýtarlega um einstakar greinir rann- sóknastarfseminnar og hentug form þeirra. Hver einstök grein, svo sem jarðræktarrannsóknir, húfj árræktarrannsóknir, sjúkdóma- rannsóknir, fiskirannsóknir, fiskiðnaðarrannsóknir, síldariðnaðar- rannsóknir o. s. frv. þurfa að vera annaðhvort sjálfstæðar deildir eða sjálfstæðar stofnanir eftir því, hvernig hagar til í hverju efni

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.