Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 27
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 121 og hvað þeim mönnum sýnist hentugt, sem eiga að vinna undir skipulaginu. Væri jafnvel ekki nema eðlilegt, að fyrirkomulagið yrði það laust, að fjölga mætti eða fækka deildum án sérstakra lagabreytinga, hvenær sem tilefni væri til, þegar góðir menn koma eða hverfa úr hópnum, líkt og tíðkast sumstaðar erlendis. Annað atriði, sem þarfnast gagngerðra breytinga, eru kjör rann- sóknamannanna. Eins og stendur hafa þeir flestir hverjir svipuð laun og verkamenn í almennri vinnu, en sínu lægri en sjómenn eða iðnaðarmenn. Þeir hafa þó lokið 10 til 20 ára kostnaðarsömu skóla- námi og framhaldsvinnu, og er þá sleppt því, að þeir eru venjulega hæfileikamenn, sem í öðrum starfsgreinum mundu geta tryggt sér góða afkomu. Eflaust leggur enginn fyrir sig vísindalega vinnu í ábatavon, en það væri hæfilegt að þjóðfélagið sýndi þeim, að það mæti starf þeirra nokkurs og launaði þá samkvæmt því. Hitt er óeðlilegt, að þeir hljóti aðeins % til ^2 af launum, sem prófbræður þeirra bera úr býtum hjá einkafyrirtækjum eða af eigin rekstri. Ennfremur þarf að haga svo til, að nokkur frami híði þeirra, sem skara fram úr, og mætti hafa 2—3 stig starfsframa í hverri deild eða stofnun. Þetta tíðkast annarstaðar og gefst vel. Eitt merkasta úrlausnarefnið nú er grundvöllurinn undir fisk- iðnaðinum. Þar þurfum vér að eignast góða rannsóknastofu, sem í framtíðinni geti tryggt, að vér stöndum a. m. k. jafnfætis keppi- nautum vorum í því efni. Aðferðir við hirðingu og geymslu fisk- og síldarafurða verða um langa framtíð höfuðviðfangsefni íslenzks atvinnulífs. Það tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma að koma þessu á öruggan rekspöl, en nú virðist tækifæri til að koma vel fótum undir slíka starfsemi. Eitt höfuðskilyrði fyrir viðgangi slíkrar stofnunar er góð samvinna við framleiðendur og traust þeirra. Virðist ekki ótrúlegt, að hentugasta fyrirkomulag á rekstri þess- háttar starfsemi væri, að stofnaður yrði myndarlegur sjóður til að standa undir henni og honum sett fj árhagsstj órn skipuð af nokkr- um þeirra aðilja, sem við málið yrðu riðnir. Mætti síðan hugsa sér að eitthvert smávegis gjald af hverju tonni útfluttra fiskafurða (lýsis, fiskjar o. s. frv.) rynni árlega í þennan sjóð og að framtíð starfseminnar yrði þannig fjárhagslega tryggð. Síðan mætti setja

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.