Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 123 það ljóst, að mikið er leggjandi í sölurnar, ef takast mætti að koma fóðurframleiðslunni á öruggari og arðvænlegri grundvöll. Möguleikar á notkun jarðhita eru enn eitt mjög mikilsvert rann- sóknarefni. Er bæði um að ræða jarðboranir á ýmsum stöðum, þar sem þörf er á heitu vatni til upphitunar íbúðarhúsa og gróðurhúsa. Ennfremur rannsókn á skilyrðum til virkjunar gufuorku á gufu- hverasvæðunum til raforkufrandeiðslu o. s. frv. Má vera, að vér eigum þar meiri fjársjóði fólgna en nokkurn hefur dreymt um. Rannsóknarráð ríkisins hefur haft þessi mál með höndum, en skortir bolmagn og aðstöðu til að taka þau nægilega föstum tök- um. Virðist eðlilegt, að framkvæmdir yrðu faldar sérstökum manni með fasta skrifstofu, „jarðhitamálastjóra“, og gæti hann haft sam- vinnu við rannsóknaráð, eftir því sem hentugt þætti. Sömuleiðis væri hugsanlegt að fela skrifstofu vegamálastjóra eða vitamála- stjóra að annast framkvæmdirnar, en vafasamt er, að það væri eins heppilegt, þar eð þeirra störf eru í eðli sínu óskyld. Það verður að tryggja með einhverju móti, að ekki verði frekari dráttur á, að þessar rannsóknir komist í fastari skorður, því að hér er um stórmál að ræða. Hér læt ég þessari upptalningu lokið, þótt fleira mætti bæta við. Margt bendir til, að áhugi sé að vakna hjá ýmsum fyrir vísindalegri vinnu hér á landi. Enn eru þó stjórnarvöldin ærið hikandi við slíkar framkvæmdir, enda þarf alltaf nokkurt áræði og bjartsýni til að brjóta nýja leið. Það er ef til vill táknrænt, að nú á þessum tímamótum í stjórn- arfarssögu Islendinga, þegar tvær merkustu stofnanir vorar vilja sýna af sér myndarskap og gefa lýðveldinu tannfé, sem sé vel við hæfi, og megi styðja það til góðs gengis, gefur önnur (Alþingi) byggingu yfir fornminjasafn, en hin (Háskólinn) orðaþók yfir ís- lenzkt mál. Víst eru þetta nauðsynjagjafir, og ekki skyldum vér gleyma for- tíð vorri né sögu. Það er vissulega auðveldara og áhættuminna að grípa til gamalla og viðurkenndra þjóðlegra verðmæta vorra cn ryðja nýja braut. flitt ættu menn þó jafnframt að hafa hugfast, að það, sem er fram undan, er ekki fortíðin heldur framtíðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.