Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 31
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 125 II Tveir dagsins menn. Þeir áttu orðsins hjör, og andagiitin var með þeim í för og snilldin sjáll í túlkun þeirra og tjáning, frá hugum þeirra lágu bræðrabönd, er brugðið var í sveig um Norðurlönd. Og smælingjanna böl var þeirra þjáning. — Er krepptur hrokans hnefi gegn þeim rís í heimalandsins friðarparadís og frelsishugsjón fólksins hyggst að þröngva, þeir spyrna við, þeir hækka svanasöng og syngja út í þrumudægrin löng frá heitum brjóstum sigurvona söngva. Og fólksins mergð á flóttahvörfum stödd, hún fagnar hverri nýrri spámannsrödd, sem boðar dag og framtíðinni frelsi: um norrænt skap ber vorsins vængja súg. sem vekur jafnvel upp hinn særða múg að brjóta niður harðstjóranna helsi. — III Þar fara menn! Það sér hið sýkta vald, er semur annál hvern á blóðugt spjald og ritar ört með eiturpenna þungum — þar fara menn, sem eiga andans þrótt og orðsins snilld. — Þeir gætu lengra sótt? Hví ekki að myrða þá, sem tala tungum? Og yfir norska dali og danska grund fer dynur mikill e'na vetrarstund: í skóginn stynur beiki, ösp og álmur.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.