Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 34
128 TIMARIT MALS OG MENNINGAR Noregsmönnum þjóðtákn, og segir að enginn norskur stríðsmaður muni deyjandi álasa honum, hvorki sá maður sem kell í björgunar- báti á hafi ellegar hinn sem vakir í klefa sínum síðustu nóttina und- an aftökunni. Enginn þeirra mun spyrja í örvæntingu: hví leiddir þú oss hingað, enginn taka sér orð í munn líkt og Þjóðólfur skáld orti um síðustu herför Haraldar konungs Sigurðarsonar til Eng- lands: „bauð þessa för þjóðum þarflaust Haraldur austan,“ heldur minnast hans sem vinar og félaga, sem hafi valið hið sama og þeir, vegna þeirra hluta sem eru dýrmætari en lífið. Auk þess eru nokkur persónuleg kvæði í bókinni, en reyndar tengd stríðinu eins og hin, svo sem kvæðið um Gerd Grieg og Viggo Hansteen. Hann fellir svipmót þessara ástvina sinna í landslagsmynd Noregs sjálfs. Þau verða í hug hans óaðskiljanleg landinu. Kvæðið um Gerd, konu hans og ástkonu, sem staðið hefur við hlið hans í sprengjuhríðinni, verður að ættjarðarljóði. Hann segir frá þvf, er sprengjur dundu niður kringum dvalarstað þeirra í Englandi á næt- urþeli, þá hafi hann leitað hennar, og heyrt loks til hennar álengd- ar, að hún. var að raula fyrir munni sér norskt lag — ekki af þrjózku, segir hann, og ekki til að gleyma líðandi stund, heldur hugsi, meira að segja eins og dálítið úti á þekju; það var eins og hún væri að hlusta á eitthvað í djúpum hugar síns. Það var ómur frá. átthögunum, segir hann, Noregur, „allt sem þú bjóst yfir“, sem ósjálfrátt „steig fram“ í þessu rauli hennar mitt í sprengjuhríðinni, og hann lýkur kvæðinu með þessu erindi: Du var maakevinger over hvite holmer, lyng som flammet skumvaat langs et bekkefar. fugleflöyt om vaaren, vinterskogens stillhet. Du var for mit hjerte kilden, ren og klar. (Þú varst mávsvængir yfir hvítum hólmum, úðað lyngið sem glamp- ar meðfram lækjarsprænu, skríkjandi vorfugl, vetrarþögn skógar- ins. Þú varst sjálf uppsprettulind hjarta míns, hrein og tær.)

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.