Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 129 Lengsta kvæði bókarinnar er ura Viggo Hansteen, hinn norska málaflutningsmann og verklýðsleiðtoga, en hann drógu Þjóðverjar útúr húsi hans, héldu yfir honum einhverskonar rétt og skutu hann. Upphaf kvæðisins er urn fjölskyldusæluna á norsku mennta- mannsheimili, vinur skáldsins, Viggo Hansteen, á heima í litlu húsi fyrir utan borgina, og þegar skáldið kom að finna hann á kvöldin var hlýlegt ljós á gluggum, og það var eins og hreinleiki stjörnunnar yfir ásnum, og skógarþytsins, hefði tekið sér bólfestu í húsinu. Það var eplalykt í stofunni, og þrír vaskaðir smádrengir stripluðust niður, óðfúsir að kreista hvern dropa úr síðustu mín- útum dagsins, áður en þeir fóru í háttinn. Hann lýsir því síðan í fáum hnitmiðuðum orðum, hve heimilið hafi staðið djúpum rót- um í þessum manni, að það hafi verið hamingja hans og samræmi skapgerðarinnar, en ekki þjáning og neyð, sem gerði hann haturs- mann kúgara og málsvara fátækra. Þetta heimili var svo göfugt, segir skáldið, að það gat ekki hjá því farið, að þýzkur soldáti stæði þar í dyrum að lokum — til að leiða manuinn út og skjóta hann. Ég mun ekki reyna frekar að endursegja á annarri tungu þetta langa kvæði, þar sem hver lína er töluð út frá mannlegri reynslu, sem virðist ofboðslegri en svo, að nokkurt listrænt form haldi henni; og þó er höfuðeinkenni kvæðisins hinn tempraði hugblær, óbifandi karlmennska, skyld Agli, sem gerir skáldið mann til að nostra við sérhverja ljóðlínu með fyllstu listrænni nákvæmni, eins og gull- smiður drífur vandaðan skrautgrip. Eitt kvæðið í bókinni er til þýzkra hermanna. Ef til vill kemur taugastyrkur skáldsins betur fram í því kvæði en nokkru öðru. Þetta „herrenvolk“, þýzkir fasistar, telja ekki eftir sér að þramma þúsundir mílna í fjarlæg lönd, aðeins ef þeir hafa einhverja von um að geta dregið þar saklaust fólk út úr húsum sínum og skotið það. Þeir menn, sem fasistar hafa fellt í orustu á vígvöllum, eru aðeins hverfandi brot af öllum þeim mannfjölda sem þeir hafa líflátið. Að- alstarf þýzka fasistahersins í þessu stríði, og það sem lengst mun halda nafni hans á lofti, hefur ekki verið að berjast á vígvöll- um, heldur útrýming varnarlausra borgara víðsvegar um Evrópu. Nordahl Grieg spáir þýzkum fasistum að vísu hrakförum um það er lýkur, en hitt virðist mér furðulegt, að hann talar við þá eins og 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.