Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 36
130 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vanalega menn, meira að segja ávarpar þá með hinu virðulega heiti „soldater“, og virðist dæma verk þeirra fyrst og fremst út frá þján- ingu yfir þeirri tilhugsun, að slík verk skuli vera unnin, sorg yfir því að mannlegar verur skuli geta leiðzt á aðra eins glapstigu. í þessum kvæðum, Friheten, má heyra hjartslátt stoltrar þjóðar í stríði hennar fyrir þeim hlutum, sem eru í raun og veru dýrmætari en lífið. Hér eru innstu hræringar mannlegs hjarta á úrslitastund sagð- ar með orðalagi, sem aðeins slíkar stundir tjá mennskri tungu. Kvæðin hafa alla eiginleika hins fágaða sverðs. Eg endurtek, að það sýnir hver maður Nordahl Grieg var, að mitt í önnum stríðs- ins, ókyrrð og geðshræringu, skyldi hann samt vaka yfir því að fága hverja línu í kvæðum sínum, og skiljast ekki við neitt svo á því sæi blett eða hrukku. Hann var gæddur hinni nákvæmu samvizku lista- mannsins, sem ekki getur heldur brugðizt í stríði. Annars var það ekki erindi mitt að hlaða hér lofi á Nordahl Grieg. Lof mitt um þessi kvæði mundi verða hégómlegt. Þessi norski fullhugi og snillingur lagði líf sitt að veði fyrir kvæðum sín- um og galt veðið. Sú staðreynd er ofar mínu lofi.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.