Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 39
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 133 Vér jDurfum Jjó ekki aðeins áætlun um framleiðslu vora á sjávar- afurðum í samræmi við þau markaðsskilyrði, sem vér getum beztra aflað oss. Engu síður þurfum vér áætlun um landbúskap vorn, reyndar enga áætlun, er miðast við Jrað eitt, að hver stækki sinn túnskika, heldur áætlun um gerbreytt skipulag landbúnaðarins í ný- tízku horf, með |>að fyrir augum að auka stórkostlega ræktun og framleiðslu, ekki úti um allt né út í loftið, heldur ræktun á hentug- ustu stöðum, þar sem vinna má með bezta vélakosti, og framleiðslu miðaða við neyzluþörf landsbúa, og í öðru lagi vörumarkaði er- lendis, ef unnt er að tryggja þá. Gildir sama um landbúnaðinn og sjávarútveginn, að það verður að taka vísindin í þjónustu hans, koma upp rannsóknar- og tilraunastöðvum, sem vinna að því að gera framleiðsluna og ræktunina fjölbreyttari og fullkomnari en nú er með nýjum ræktunaraðferðum, ræktun nýrra tegunda jurta, og nýjum tegundum framleiðslu. í sambandi við hverahita og raf- orku bíða vor óþrotlegir möguleikar. Vér gelum gert landið að suð- rænni gróðrarstöð, er tímar líða, með hagnýtingu þess geysiauðs, sem er nærri ónotaður. Oss ber strax að hefja framkvæmdir á stofnun byggðahverfa á hentugustu stöðum í grennd við bæi og þorp, og í víðlendustu og gróðursælustu héruðum. Er öllu meira vit í því að verja þegar 20—30 milljónum kr. í stofnun slíkra byggða- hverfa en eyða þeim í meðgjöf með framleiðslunni eða uppbætur handa ríkustu bændunum. í byggðahverfum, Jjar sem nútímatækni getur notið sín og kraftar fólksins fá skilyrði til sameiginlegs á- taks, verður öll landbúnaðarframleiðslan margfalt arðvænni og léttari, og þá fyrst getur starfsfólkið notið sömu lífsþæginda og menningar eins og í bæjunum. Vér eigum einnig að gera áætlun um bæina og hvert þorp kring- um landið, miðaða við neyzluþarfir fólksins, er býr þar, og skilyrði hvers staðar til að gera framtíðargagn þjóðinni allri. Vér eigum þannig að skipta viturlega fiskiskipakosti landsins og verksmiðjum milli þessara staða. Vér gerum áætlanir um raforkuleiðslu og hita- veitur, þar sem skilyrði eru til. Þá verður jafnframt að gera áætlun um allar greinar iðnaðar í samræmi við þarfir Jjjóðfélagsins og innanlandsskilyrði til hag- kvæms reksturs. Kemur þar auðvitað fyrst til greina iðnaður úr inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.