Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Page 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 135 einangrun, sem jafnan leiðir til andlegrar fátæktar. Vér verðum að gera norrænudeildina við háskólann að miðstöð norrænna fræða, það á að vera oss þjóðarmetnaður. En vér megum síður en svo sætta oss við, að hún sé eina sjálfstæða vísindastofnunin í landinu. Vér þurfum að koma upp sjálfstæðri fiskiræktarstofnun, fiskiðnað- arstofnun og jarÖræktarstofnun. Vér eigum þegar vísindamenn og vísindamannaefni í öllum þessum greinum, og oss ber að gefa þeim verkefni hér heima og hagnýta starfskrafta þeirra og hæfileika þjóð- inni til ómetanlegs gagns. Stúdentsmenntun vor hér heima mun seint verða einhlít. Jafn smárri þjóð sem íslendingum verður það alltaf brýn nauðsyn að hafa einlægt allstóran hóp manna við margskon- ar nám erlendis, ekki aðeins fræðigreinanna sjálfra vegna, heldur hinnar almennu víðsýnar, er dvöl með erlendum þjóðum veitir. Vér verðum alltaf að keppa að því að standa menningarlega í hæð við þær þjóðir, sem fremstar standa, og læra viðnámslaust af þeim. Og til þess þurfum vér að hafa hina hæfustu menn vora dvölum erlend- is. Því er það, að stúdentsnám eitt erlendis er langt frá því nægjan- legt, eða annað nám unglinga. Vér þurfum með auknum alþjóðleg- um viðskiptum að hafa stöðug sambönd við vísinda- og menning- arstofnanir erlendis og alþjóðleg menningarsamtök. Vér þyrftum því að geta veitt háar fjárupphæðir til að gefa ekki aðeins fræði- mönnum vorum, heldur einnig efnilegustu starfsmönnum fullorön- um og reyndum í hverri atvinnugrein og iðnaði kost á að ferðast til útlanda, dvelja þar um tíma til að fylgjast með nýjungum og breyt- ingum á hverju sviði. Ekki einungis hið opinbera, heldur líka at- vinnufyrirtæki og iðnstofnanir verða að koma sér upp sjóðum í þessu skyni og auka þá árlega. En hverju, sem fram vindur í þjóðfélagi voru, megum vér aldrei gleyma því að setja eitt æðst af öllu: dýrkun listanna. Þjóðarmetn- aður vor á að vera sá, að halda hátt á loft fána listarinnar. Bók- menntir þjóöarinnar hafa verið eina frægð vor, skáldin vor lýsandi sól gegnum aldirnar. Vér þyrftum að geta loks látið oss skiljast að meta listamenn vora, meðan þeir eru lífs og starfandi í þjóðfélaginu. Sú smán verður að afmást að telja eftir allt framlag til liststarfsemi og kunna aldrei að meta að verÖleikum þann ávöxt, sem hún ber þjóðinni. í ríki íslenzkrar framtíðar verður að verja stórfé til

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.