Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 46
140 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kílómetra á sekúndu hverri, og sjálfsagt eru þar milljónir annarra svo fjarlægar, að vér fáum ekki eygt þær í beztu fjarsjám nútímans. Héðan af jörð að sjá eru þessar smærri veraldir einna líkastar þoku- hnoðrum, og því hafa þær verið nefndar stjarnþokur. Þeim er stráð nokkurn veginn jafndreift um geiminn, að því er virðist, því að þær sjást eigi fremur í eina stefnu en aðra, þegar himinninn er skoðaður í sjónauka. Svo hefur yfirleitt reynzt, að stjarnþokur þessar fjarlægjast oss með þeim feiknlega hraða, sem að var vikið. Þetta hefur verið skýrt með því, að rúmið sjálft væri að þenjast út líkt og belgur, sem blás- inn er upp, en sú tilgáta kemur heim við afstæðiskenninguna. Þó að slíkrar útþenslu gætti alls ekki innan vetrarbrautar vorrar, gæti hún vel komið fram, svo að miklu næmi, á hinum órafjarlægu stjarnþokum, sem eru langt fyrir utan endimörk vetrarbrautarinn- ar. Reiknað hefur verið að þvermál heimsins ætti að tvöfaldast á 1400 milljónum ára. Ef svo er, verða þokur þessar horfnar jarð- arbúum úr augsýn, áður en liðnir eru mjög langir tímar í stjarn- fræðilegum skilningi. Hverju líkjast nú þessar stjörnuþokur? Að vísu virðast þær vera nokkuð með ýmsu móti, en um eina þeirra að minnsta kosti er þó unnt að öðlast talsvert ítarlega vitneskju, því að vér erum sjálfir heimamenn ákveðinnar stjörnuþoku, og til hennar teljast allar þær stjörnur, sem sýnilegar eru berum augum. Megindrættirnir í sköpu- lagi hennar liggja í augum uppi. Hún er upp byggð úr stjörnum að mestu leyti, og í laginu hlýtur hún að vera eigi óáþekk vagnhjóli, því að vetrarbrautin, sem vér sjáum bjarma fyrir á næturhimnin- um allt umhverfis, er einmitt fyrirbæri svipað því, sem þar ætti að sjást, ef vér værum staddir innan í slíku stjörnuhjóli og renndum augum út að hjólboganum. Nánari rannsóknir hafa nú leitt í ljós, að stjörnuþokurnar flest- ar, og þar með sú, sem vér teljumst til, eru í laginu svipaðar slíku hjóli, en þó öllu fremur sporöskjulagaðar en kringlóttar. Samkvæmt niðurstöðum þessara rannsókna hljótum vér enn frem- ur að gera oss þá hugmynd um stjörnuþokurnar, að þær séu á ferð og flugi um geiminn í allar áttir með ógnarhraða og snúist jafnframt eins og snarkringlur urn öxul sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.