Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 52
JÓN ÓSKAR: Ég. Barnið. Hundurinn Það var þegar ég var tíu ára, að ég kom að máli við móður mína og sagði: Mig langar að fara í sveit. Mig langar til að ríða út á hestum og reka beljur og slá og raka hey. Jæja, sagði móðir mín. Og svo einn góðan veðurdag lagði ég af stað frá móður minni og föður mínum, og faðir minn hafði lánað mér trollpokann sinn, og móðir mín liafði raðað niður í hann fötunum mínum, sem ég átti að hafa með mér. Síðan er ekki að orðlengja það, en fyrr en varir er ég kominn margra kílómetra vegalengd frá foreldrum mínum, og um það leyti sem fuglarnir ganga til náða í logni kvöldsins, tíni ég af mér spjar- irnar hjá ókunnugu fólki. Hér er ekki gamall sveitabær. Hér er nýbýli, steinsteypt hús. Svo líða nokkrir dagar. En hér er Iíka barn. Og það hefur bara lifað eitt ár. Það er ein- staklega fallegur drengur, sem öllum þykir vænt um, sérstaklega móður hans. En hvað um barnið? til hvers er það í smásögunni? Jú, sjáum til, það er aðalatriðið í smásögunni, það er það sem allt snýst um, líkt og hneltirnir um sólina. Húsmóðir mín var ung kona og fríð. Þegar hún talaði til mín sagði hún: Nonni minn. Hún sagði alltaf: Nonni minn, og aldrei annað. Húsbóndi minn var ungur maður, enda giftur húsmóður minni. Nú er það síður en svo einkennilegt, þó að ung hjón eigi barn. Það er ekki heldur það, heldur hitt, að ég á að gæta barnsins. Það heyrist mikið í hrossagauknum og undarleg kennd fer um

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.