Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Blaðsíða 53
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
147
mann við svo sérkennilegan ástaróð, þótt maður sé barn að aldri.
Og maður horfir á hann þar sem liann sveiflar vængjunum, hátt í
lofti, og það er augljóst hverjum, sem horfir á þetta og heyrir hinar
fjaðrandi trillur, að án þessa fugls er ekkert vor.
En þetta var samt sem áður kalt vor, eflaust ís fyrir norðurströnd
landsins, nema litli drengurinn gat ekki verið úti. Sem sé: Ég varð
að gæta hans inni í bæ. Þetta var snemma vors og ofurlítið rökkur
seig yfir landið með kvöldinu. En ég var inni í bæ og gætti litla
drengsins, nema hvað ég stöku sinnum fór út til að sækja í eldinn,
eða því um líkt. En hafi ég ætlað í sveit til þess að gæta barns,
þá hef ég misskilið sjálfan mig. Hitt er annað mál, að þetta var
fallegt barn. Ég leik mér við hann í slóru herbergi, þar sem glugg-
arnir vita í suður og vestur. Ég leik mér við hann þannig, að ég fæ
honum allskyns dót í hendur og sýni honum, hvernig hægt sé að leika
sér að því. Þá sezt ég á rúm, sem er í herberginu. Síðan segi ég við
hann: Vertu nú þægur.
En ef það er ekki rigning og slabb úti; ef golan þýtur um girð-
ingarstaurana á þurru hlaðinu og skýin sigla hratt um himingeim-
inn, þá stend ég upp og geng að glugganum, sem veit í suður, eða
þeim, sem.snýr í vestur, og horfi út. En fyrir utan þann glugga
sem snýr í vestur er pínulítill hóll og grágrýtissteinn á honum miðj-
um. Spói nokkur, sérfræðingur í skemmtilegheitum, hefur vanið
komur sínar á þennan stein. Ég er vinur hans. Og þess vegna er
liann vinur minn. Að minnsta kosti er það óskiljanlegt, nema guði
einum, til hvers hann venur komur sínar á þennan stein, frekar öðr-
urn og blístrar sín skemmtilegu lög, sem öll hafa hinn sama frum-
lega hérumbil yfirnáttúrlega blæ, eins og ætíð hjá miklum tón-
skáldum. Til hvers annars en skemmta mér. Því að hann veit, að ég
er músíkalskur.
En hvort sný ég baki að litla drengnum?
Músík litla drengsins er öðruvísi en fuglsins. Hann opnar munn-
inn og rekur upp öskur, slíkt sem þætti brútalt, jafnvel í grófustu
jasshljómsveit einhverrar næturkrárinnar í stórborg. Sem sé: Barn-
ið hefur kúkað á sig.
Þá opna ég dyrnar og kalla til húsmóður minnar:
Hann er búinn að gera í buxurnar.