Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Qupperneq 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 151 ekki. Hún er úr Reykjavík og getur sungið. Hún syngur: Good night sweatheart o. s. frv. good night. En ég er ekki ástfanginn. Hún má syngja eins mikið og hún vill. Ég er ekki nema tíu ára. Hef ég gleymt barninu? Bíðum við. Það er kaldur dagur og ég er að óska mér þess, að ég verði send- ur til næsta bæjar, en það er ekki til neins að óska sér. Aftur á móti hef ég neyðzt til að fara í jakka, því að kuldinn keyrir úr hófi fram, hvað sem spóinn segir. En enginn mannlegur máttur og ekki held- ur sjálf höfuðskepnan skal fá mig til að fara í nærbuxur, hvað þá heldur setja húfu á höfuðið. Heyrðu, sagði ég við litla drenginn, þegar ég gat ekki lengur unað hinu tilbreytingarlausa rölti fram og aftur, viltu ekki fara inn? Nei, sagði litli drengurinn. Þá leiddi ég hann dálítið um. Síðan stanzaði ég og sagði við hann: Þér er svo kalt, þú vilt fara inn. Nei, sagði litli drengurinn. Guð komi til, ég var hættur að geta narrað barnið. Þú vilt fara inn, sagði ég aftur. Nei, sagði litli drengurinn. Gefst ég þá upp? Nei. Eg leiði hann bak við hús þar sem ég er viss um að enginn sér okkur gegnum glugga; ég sezt á hækjur mínar fyrir framan hann, tek um herðar hans og svo sem mér hverfi allur kærleiki til mann- fólksins; eins og ég hefði aldrei svæft dreng þenna, eins og ég hefði aldrei sagt honum hvernig fuglarnir háttuðu sig; eins og ég væri ekki lengur tíu ára drengur úr holdi og blóði, fæddur út af konu, þannig tek ég nú um handleggi litla drengs- ins og kreisti að, frekar en ég klípi, því að handleggirnir eru mjóir. En þegar ég sé á andliti drengsins, að hann ætlar að fara að gráta, kreisti ég ennþá meira að og hristi hann til og einhver dýrðleg kennd fer um mig við þetta, og ég hristi hann til eins og það sé um að gera að láta hann fara að gráta. Þá fóru tárin að streyma niður kinnar drengsins, en í augum hans, hinum bláu augum hans, er ekki lengur neitt nema skelfingin. En þegar ég sé þetta, tek ég hann í fang mér og legg vanga minn að vanga drengsins og þrýsti honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.